Frá ársfundinum. Ljósm: byggdastofnun.is (samsett mynd).
Frá ársfundinum. Ljósm: byggdastofnun.is (samsett mynd).
Fréttir | 14. apríl 2019 - kl. 11:08
Magnús nýr formaður stjórnar Byggðastofnunar

Magnús B. Jónsson, fyrrverandi sveitarstjóri á Skagaströnd, er ný formaður stjórnar Byggðastofnunar og tekur hann við af Illuga Gunnarssyni sem stígur úr stjórn. Ársfundur stofnunarinnar var haldinn á Siglufirði á fimmtudaginn og kom fram að starfsemi hennar hafi gengið mjög vel árið 2018 og skilað góðum árangri. Verkefnum Byggðastofnunar hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár og starfsemi hennar hefur aukist að umfangi í samræmi við það.

Samkvæmt lögum um Byggðastofnun skipar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra á ársfundi sjö menn í stjórn til eins árs í senn og sjö menn til vara. Ráðherra skipar einnig formann og varaformann. Á fundinum kynnti ráðherra stjórn Byggðastofnunar 2019-2020. Auk Magnúsar eru aðrir stjórnarmenn þau Sigríður Jóhannesdóttir, Svalbarðshreppi, Gunnar Þorgeirsson, Grímsnes- og Grafningshreppi, Halldóra Kristín Hauksdóttir, Akureyri, Karl Björnsson, Reykjavík, María Hjálmarsdóttir, Eskifirði og Gunnar Þór Sigbjörnsson, Egilsstöðum.

Nánar má lesa um ársfund Byggðastofnunar 2019 hér.

Hér má lesa ávarp samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra á ársfundinum.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga