Fréttir | 15. maí 2019 - kl. 12:00
Mugison tónleikar á Blönduósi

Mugison heldur tónleika í Félagsheimilinu á Blönduósi næstkomandi föstudag, 17. maí klukkan 21:00. „Eitt af áramótaheitunum var að spila oftar með hljómsveitinni, til hvers að vera með bestu hljómsveit í heimi ef hún spilar ekkert opinberlega? Það er náttúrulega bara rugl,“ segir Mugison í kynningu fyrir tónleikana. Hann segist vera búinn að semja slatta af nýjum lögum á íslensku sem hann vilji spila fyrir landann. Í bandinu hans eru þau Rósa Sveinsdóttir á saxafón og raddir, Guðni Finnsson á bassa, Tobbi Sig á hljómborð, gítar og bakraddir, Arnar Gísla lemur trommurnar.

Hægt er að kaupa miða á Tix.is og er miðaverð 4.500 krónur.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga