Eyvindarstofa er á Norðurlandsvegi 4, 2. hæð.
Eyvindarstofa er á Norðurlandsvegi 4, 2. hæð.
Tilkynningar | 21. maí 2019 - kl. 16:23
Sögufélagsfundur á sunnudaginn

Sögufélagið Húnvetningur heldur aðalfund sinn sunnudaginn 26. maí klukkan 14 í Eyvindarstofu Blönduósi. Fyrirlesari: Sigrún Magnúsdóttir þjóðfræðingur. Einnig verður greint verður frá undirbúningi ráðstefnu á Skagaströnd á 200. afmælisdegi Jóns Árnasonar þjóðsagnasafnara, laugardaginn 17. ágúst. Þá verður afhjúpað minnismerki um þjóðsagnasafnarann og bókavörðinn. Jón var sonur prestshjónanna á Hofi, fæddur árið 1819.

Við viljum minna á strætó 57, fyrri vagninn fer klukkan 9 úr Mjódd, en klukkan 10:15 frá Hofi/Ak., en allir eru velkomnir á sögufélagsfund. 

Fyrirlestur Sigrúnar ber heitið DRAUMAR OG DRAUGAR.
- Um tengsl Jóns Árnasonar og kennarans Hallgríms Schevings - Sigrún byggir fyrirlestur sinn upp með myndum sem hún bregður upp og tengir frásögninni.  

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga