Fréttir | 25. maí 2019 - kl. 09:04
Hreyfivika í Húnaþingi vestra

Húnaþing vestra tekur þátt í Hreyfiviku Ungmennafélags Íslands fimmta árið í röð en hún fer fram dagana 27. maí -2. júní næstkomandi. Tilgangur Hreyfivikun er að hvetja til virkrar hreyfingar og þátttöku í íþróttum þannig að fólk hreyfi sig að minnsta kosti 30 mínútur á dag. Mánudaginn 27. maí hefst sundkeppni sveitafélaga og munu blöð liggja frammi í afgreiðslu sundlaugarinnar á Hvammstanga og  eru allir hvattir til að skrá niður þá metra sem þeir synda.

Sveitarfélagið hvetur alla til að nýta sér þetta skemmtilega tækifæri og sleppum bílnum ef hægt er. Einnig eru starfsmenn fyrirtækja hvattir til að nýta kaffi og matartíma í hreyfingu.

Hreyfivikan er árlegur viðburður í Evrópu. Hreyfivika UMFÍ er hluti af stærra verkefni sem kallast "nowwemove". Nánari upplýsingar má finna hér.

 

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga