Verðlaunahafar. Ljósm: FB/Prjónagleði
Verðlaunahafar. Ljósm: FB/Prjónagleði
Verðlaunasjalið, Hafið.
Verðlaunasjalið, Hafið.
Sjalið Gárur hlaut annað sætið
Sjalið Gárur hlaut annað sætið
Sjalið Fegurð hafsins varð í þriðja sæti
Sjalið Fegurð hafsins varð í þriðja sæti
Fréttir | 10. júní 2019 - kl. 10:24
Hið eina sanna sjávarsjal valið

Í tilefni af Prjónagleðinni 2019 sem staðið hefur yfir alla helgina á Blönduósi var efnt til hönnunar- og prjónasamkeppni um hið eina sanna sjávarsjal en þema hátíðarinnar í ár er hafið. Þátttakendur í keppninni áttu að skila inn fullbúnum sjölum, sem uppfylltu ákveðnar forsendur, fyrir 20. maí síðastliðinn. Þriggja manna dómnefnd komst svo að þeirri niðurstöðu um helgina að Dóra Lindal Hjartardóttir hefði gert hið eina sanna sjávarsjal.

Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í keppninni og horft var til frumlegustu og bestu útfærslunnar. Verðlaunahafar í samkeppninni um sjávarsjölin eru þessir.

1. sæti: Dóra Lindal Hjartardóttir fyrir "Hafið."
2. sæti: Maja Siska fyrir "Gárur."
3. sæti: Ingibjörg Sveinsdóttir fyrir "Fegurð Hafsíns."

Í verðlaun voru gjafakörfur frá Ístex með teppi, prjónasetti, uppskriftum og garni og axlarpúðar úr geli frá Ísgel.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga