Vatnsnes
Vatnsnes
Tilkynningar | 12. júní 2019 - kl. 13:30
Minningarganga

Næsta föstudag, þann 14. júní kl 20:00 ætlar Einar Hansberg Árnason að minnast frænda síns Sigurðar Á. Guðbjörnssonar, Didda frá Svalbarði á Vatnsnesi, en hann lést úr krabbameini þann 16. júní 2017.

Einar ætlar að ganga fimm ferðir milli Hvammstanga og Svalbarðs, samtals 100 km. Þetta ætlar hann að gera með 35 kg sleða fastan við sig og á 2 klst. fresti mun hann gera krefjandi æfingu valda af handahófi (hver æfing mun taka u.þ.b. 15 mínútur). Einar reiknar með að gangan muni taka 30-36 klst.

Þetta ætlar Einar að framkvæma í minningu frænda síns eins og áður hefur komið fram og með þessu vill hann vekja athygli á því hversu mikil áhrif/erfiðleika krabbamein hafa í för með sér fyrir sjúklinga og fjölskyldur þeirra.

Gangan er einnig farin í nafni Krabbameinsfélag Hvammstangalæknishéraðs og þeir sem vilja styrkja félagið er bent á að það er hægt að gera í minningu Didda með því að leggja inn á reikning félagsins eða með því að kaupa minningarkort.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga