Hólmfríður Dóra Sigurðardóttir tekur þátt í Jónsmessugleði Grósku í annað sinn.
Hólmfríður Dóra Sigurðardóttir tekur þátt í Jónsmessugleði Grósku í annað sinn.
Fréttir | 13. júní 2019 - kl. 09:20
Dóra tekur þátt í Jónsmessugleði Grósku

Myndlistakonan Hólmfríður Dóra Sigurðardóttur í Vatnsdalshólum verður gestalistamaður á Jónsmessugleði Grósku 2019 sem haldin verður í ellefta sinn, fimmtudaginn 20. júní næstkomandi frá klukkan 19:30-22:00. Fjölbreytileg listaverk verða til sýnis við Strandstíginn í Sjálandshverfi Garðabæjar. Auk félaga úr Grósku, myndlistarfélagi Garðabæjar, koma gestalistamenn frá öðrum bæjarfélögum og myndlistarfélögum og er þetta annað árið í röð sem Hólmfríður Dóra tekur þátt. Sýnd verða málverk á striga, innsetningar og önnur verk og hægt verður að fylgja fjölbreytilegum þráðum því þemað er að þessu sinni „Þræðir".

Jónsmessugleði Grósku teygir sig inn í Jónshús til málverkasýningar eldri borgara og til ungu listamannanna í Skapandi sumarstarfi sem sýna vestast við Strandstíginn og verða líka með önnur listatriði. Ungir sem aldnir láta ljós sitt skína enda er Jónsmessugleði fyrir fólk á öllum aldri. Auk sjálfrar sýningarinnar verða margir skemmtilegir listviðburðir á dagskrá, svo sem söngur, tónlist, leiklist og fleira og Gróska býður upp á veitingar. Að venju lýkur Jónsmessugleði Grósku svo með óvæntum gjörningi kl. 22.

Gróska stendur fyrir Jónsmessugleði í samstarfi við Garðabæ. Allir eru velkomnir.

Facebook síða Jónsmessugleðinnar er https://www.facebook.com/groska210/.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga