Fréttir | 16. júní 2019 - kl. 20:22
Dagskrá hátíðarhalda á Blönduósi 17. júní – Breyting

Þjóðhátíðardagurinn verður haldinn hátíðlegur á Blönduósi 17. júní. Breyting verður á staðsetningu hátíðarsvæðisins en það verður á skólaplaninu en ekki við Félagsheimilið eins og áður var auglýst. Að venju verður boðið upp á ýmislegt til skemmtunar og afþreyingar. Dagskráin hefst klukkan 13:00 með andlitsmálum við SAH að Húnabraut 37-39. Hefðbundin skrúðganga fer þaðan klukkan 13:30 og að hátíðarsvæðinu á skólaplaninu. Þar fer fram hátíðardagskrá með hugvekju, fjallkonu og hátíðarávarpi svo eitthvað sé nefnt.

Dagskrá hátíðarhalda á Blönduósi þann 17. júní:

13:00 – Andlitsmálun við SAH. Blöðrur, fánar og fleira til sölu

13:40 – Skrúðganga að hátíðarsvæði á skólaplaninu.

14:00 – Hátíðardagskrá á skólaplaninu. Ávörp: Fjallkonan, séra Sveinbjörn Einarsson og fulltrúi sveitarstjórnar. Andlitsmálun – hoppukastali, blöðrur, candy floss, popp, sælgæti og heitar vöfflur til sölu.

Umsjón með hátíðarhöldunum hefur Hestamannafélagið Neisti.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga