Fréttir | 17. júní 2019 - kl. 21:58
40. árgangur Húna kominn út

Fertugasti árgangur Húna, ársrits Ungmennasambands Vestur-Húnvetninga er kominn út. Að vanda eru í ritinu frásagnir, greinar, ljóð og fréttir úr héraði auk þess sem látinna er minnst. Meðal efnis í ritinu er greinin „Fljótlega urðu mínir steinar stærri en hans,“ viðtal við Sigurbjart Frímannsson og Sigrúnu Ólafsdóttur. Einnig er að finna frásögn Ármanns Péturssonar frá dvöl sinni í Ástralíu. Útgáfa ritsins er styrkt af Uppbyggingasjóði Norðurlands vestra.

Húni er til sölu hjá Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga og eins er hægt að fá Húna í áskrift með því að senda tölvupóst á usvh@usvh.is eða hringja í Eygló framkvæmdastjóra USVH í síma 844-0939.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga