Frá Bessastöðum í gær. Ljósm: forseti.is
Frá Bessastöðum í gær. Ljósm: forseti.is
Fréttir | 18. júní 2019 - kl. 07:13
Jóhanna Erla sæmd fálkaorðunni

Jóhanna Erla Pálmadóttir frá Akri var í gær sæmd, af forseta Íslands, heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Jóhanna Erla fékk riddarakross fyrir störf í þágu safna og menningar í heimabyggð en hún er fyrrverandi framkvæmdastjóri Textílseturs Íslands á Blönduósi og starfar þar í dag sem verkefnisstjóri. Fálkaorðan var veitt 16 Íslendingum í gær við hátíðarlega athöfn á Bessastöðum.

Jóhann Erla er stödd á Grikklandi með fjölskyldu sinni og gat því ekki mætt á Bessastaði til að taka á móti viðurkenningunni. Í samtali við Fréttablaðið í dag segist hún vera bæði auðmjúk og hrærð yfir viðurkenningunni en segir jafnframt að hún standi ekki ein að henni. „Maður stendur ekki einn að svona viðurkenningu. Bæði fjölskyldan og vinnufélagarnir eiga hlutdeild í þessu, það er bara svoleiðis,“ segir Jóhanna og bætir við að viðurkenningin sé stór heiður bæði fyrir hana og textílsamfélagið.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga