Fréttir | 19. júní 2019 - kl. 13:39
Mikil umferð um helgina

Gríðarlega mikil umferð hefur verið síðustu daga um umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra og segir í tilkynningu frá lögreglu að hún sé líklega tilkomin að mestu vegna svokallaða Bíladaga sem haldnir voru á Akureyri um síðustu helgi. Föstudaginn 14. júní og þjóðhátíðardaginn 17. júní mældust um 4.000 ökutæki, sem lögreglan segir vera mjög mikið og einungis föstudagurinn fyrir Fiskidaginn mikla mælist stærri ár hvert.

Segir í tilkynningunni að engin stór áföll hafi orðið í umferðinni en að um 200 ökumenn hafi verið stöðvaðir vegna hraðaksturs. Tveir ökumenn sem stöðvaðir vorum höfðu áður verið sviptir ökuréttindum og aðrir tveir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga - New