Fréttir | 20. júní 2019 - kl. 08:52
Umsóknarfrestur um styrki úr Húnasjóði

Skriflegar umsóknir um styrk úr Húnasjóði vegna ársins 2019, ásamt lýsingum á námi, þurfa að berast skrifstofu Húnaþings vestra, Hvammstangabraut 5 á Hvammstanga, á þar til gerðum eyðublöðum í síðasta lagi 19. júlí næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sveitarstjóra á vef Húnaþings vestra. Húnasjóð stofnuðu hjónin Ásgeir Magnússon og Unnur Ásmundsdóttir til þess að minnast starfs Alþýðuskóla Húnvetninga, sem Ásgeir stofnaði og rak á Hvammstanga árin 1913-1920. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að endurmenntun og fagmenntun í Húnaþingi vestra.

Umsóknareyðublöð má nálgast á skrifstofu sveitarfélagsins eða á www.hunathing.is undir liðnum eyðublöð.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga