Líf í lundi.
Líf í lundi.
Fréttir | 20. júní 2019 - kl. 15:39
Líf í lundi – Gaman á Gunnfríðarstöðum 2019
Eftir Pál Ingþór, formann Skógræktarfélags A-Hún.

Útivistar- og fjölskyldudagur verður haldinn laugardaginn 22. júní 2019 í Gunnfríðarstaðaskógi og hefst dagskrá klukkan 14. Íbúar Austur-Húnavatnssýslu og aðrir landsmenn eru hvattir til að eiga saman stund í framandi/notalegu umhverfi og taka þátt í dagskrá með skógræktarfélaginu. Ketilkaffi, pylsur, súpa, eldiviðarhögg, skógarganga og ýmislegt annað.

Líf í lundi er haldið í annað sinn á Gunnfríðarstöðum undir heitinu „Gaman á Gunnfríðarstöðum en í fyrra mættu hátt í 100 manns í „blíðu“ rigningarveðri. Í Gunnfríðarstaðaskógi var haldin Jónsmessuhátíð árlega þegar að íbúar gamla Torfalækjarhrepps komu saman til sjálfboðavinnu og höfðu síðan með sér veitingar í boði hreppsnefndar sem kvenfélagskonu sáu um í skóginum. Þá var í nokkur skipti boðið upp á Jónsmessugöngu á vegum félagsins.

Sjá auglýsingu um dagskrá á: https://www.skogargatt.is/gaman-a-gunnfridarstodum.

Hægt verður að faðma tré og finna hvernig púkinn í manni binst við trjábolinn og draga andann djúpt í leiðinni. Er munur á hvaða trjátegund við föðmum? Verður þeirri spurningu svarað á laugardaginn?

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga