Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Þriðjudagur, 16. apríl 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Apríl 2024
SMÞMFL
31123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
2829301234
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 05:45 0 0°C
Laxárdalsh. 05:45 0 0°C
Vatnsskarð 05:45 0 0°C
Þverárfjall 05:45 0 0°C
Kjalarnes 05:45 0 0°C
Hafnarfjall 05:45 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
13. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
07. apríl 2024
72. þáttur. Eftir Jón Torfason
07. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
27. mars 2024
71. þáttur. Eftir Jón Torfason
24. mars 2024
Háuklettar í Kálfshamarsvík. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Háuklettar í Kálfshamarsvík. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Pistlar | 01. júlí 2019 - kl. 07:38
Stökuspjall: Kalt er við kórbak
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

Fljúga hvítu fiðrildin
fyrir utan glugga
þarna siglir einhver inn
ofurlítil dugga

söng Sveinbjörn Egilsson við börn sín suður á Eyvindarstöðum á Álftanesi en örlögin sendu honum eins og okkur hinum hann Jón Árnason, prestson norðan frá Hofi á Skaga, sem hóf nám í Bessastaðaskóla, eftir tvo vetur í verinu og undirbúning hjá sr. Ásmundi í Odda.
Okkur þykir stundum sem Sveinbirni hafi verið lítt launað brautryðjendastarf á akri tungu og þjóðmenningar þegar hann stóð andspænis pereatinu 1850. Nemendur hrópuðu niður rektor sinn með því að ganga milli húsa í Reykjavík en yfirvöld í Kaupmannahöfn stóðu við bak Sveinbjarnar.

Hann átti að vísu aðeins hálft þriðja ár ólifað þegar þessir atburðir gerðust. En þjóðsagnasöfnun þeirra Jóns og sr. Magnúsar Grímssonar fór að koma í ljós þegar leið á sjötta áratuginn og hefur verið fræðimönnum viðfangsefni æ síðan. Í Húnavöku 2019, ársriti USAH, er skemmtileg grein um þjóðsagnasafnarann og bókavörðinn eftir sveitunga Jóns, sagnfræðinginn Kristján Sveinsson.

Annar Húnvetningur, Sigurður Nordal prófessor, gaf út fyrir rúmum 60 árum Sagnakver Skúla Gíslasonar, skreytt myndum  Halldórs Péturssonar og með fróðlegum og skemmtilegum formála.

Höfundurinn, Sigurður prófessor, ólst upp á Eyjólfsstöðum og segir að þjóðsögurnar hafi ekki verið til þar í Vatnsdal nema í slitrum þrjátíu árum eftir útkomu þeirra. Á því sást hvað eftirsóttar þær voru til lestrar, en honum sjálfum, þá átta ára dreng, varð það til láns að borgfirskur vinnumaður flutti í sveitina með bækur í tveimur koffortum, þ.á. m. þjóðsögurnar og hafði borgað fyrir þær 30 krónur. Það var fullur fjórðungur af árskaupi hans.

Áðurnefndur Skúli Gíslason var prestur á Breiðabólstað í Fljótshlíð, en útgefandinn Sig. Nordal, rekur nokkuð uppvöxt hans í Vatnsdalnum þangað sem móðir hans flutti með hann eftir hjónaskilnað. Sérstaklega eru Brúsastaðir nefndir til sögunnar þar sem helsti sögumaður Skúla, próventukarlinn Páll Ólafsson átti síðustu æviár sín hjá Steingrími prestssyni frá Undirfelli.

Í Sagnakverinu er fjöldi sagna, s.s. Galdra-Loftur, Leirulækjar-Fúsi, Séra Hálfdán í Felli, Séra Eiríkur í Vogsósum, Bíddu hérna, Garún, Garún, Móðir mín í kví, kví, Vígð Drangey, Átján barna faðir í álfheimum, Kirkjusmiðurinn á Reyni og Gissur á Lækjarbotnum.

Fjöldi vísna felst í þjóðsögunum, kirkjusmiðurinn hét Finnur eins og segir í vísunni:

Senn kemur hann Finnur
faðir þinn frá Reyn
með þinn litla leiksvein.

Í einum kafla Sagnakversins eru draumsögur sem vísur fylgja.

Gamall vinur, dauður og grafinn, kom til brúðgumans í draumi og kvað:

Helltu út úr einum kút
ofan í gröf mér búna
beinin mín í brennivín
bráðlega langar núna.

Jón hrak sem grafinn var út og suður kom til prestsins í draumi og kvað:

Kalt er við kórbak
hvílir þar Jón hrak.
Allir snúa austur og vestur
ýtar nema Jón hrak.
Kalt er við kórbak.

Skáldið Stephan G. Stephansson gerði af þessari litlu vísu merkilegt kvæði sem átt hefur leið í sýnisbækur og margur fengið dálæti á. Upphaf þess ljóðs er:

Kirkjubækur þar um þegja –
þó er fyrst af Jóni að segja,
hann skaust inn í ættir landsins
utanveltu hjónabandsins.
Fyrir þá sök ekkert erfði hann,
uppeldinu fyrirgerði hann,
sem varð byrði bundin valdi
byggð hans, sem hún eftir taldi.

Laugardaginn 17. ágúst verður nokkuð um dýrðir á Skagströnd, í bæ og sveit, en þá verður 200. afmælisdagur Jóns þjóðsagnasafnara frá Hofi.

Tökum daginn frá, vefgestir góðir.

Meira efni tengt Jóni Árnasyni og ljóð af Jóni hrak:
Römm er sú taug er rekka dregur: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=15326
Eg var oftast að lesa: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=15105
Sálarkufl úr sólskini: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=13068  
Jón hrak: http://bragi.arnastofnun.is/ljod.php?ID=3154   

Ingi Heiðmar Jónsson

Höf. rzg
Fréttir | 15. apríl 2024 - kl. 09:43
Knattspyrnulið Kormáks Hvatar mætti í Fífuna í Kópavogi í gær og spilaði gegn Augnabliki í 2. umferð Mjólkurbikarsins. Leikurinn fór fjörlega af stað og vel fyrir gestina því Papa Diounkou Tecagne skoraði fyrsta mark leiksins á 9. mínútu. Heimamenn voru ekki lengi að svara með marki á 13. mínútu og öðru marki á 31. mínútu. Staðan í hálfleik 2-1 fyrir Augnablik. Í seinni hálfleik voru skoruð fjögur mörk, þrjú af heimamönnum og einn af gestunum, en það gerði Kristinn Bjarni Andrason. Leikurinn endaði því 5-2 fyrir Augnablik.
Glaðheimar
Kórinn á Blönduósi 1939
Kórinn á Blönduósi 1939
Pistlar | 14. apríl 2024 - kl. 17:16
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
Úr dagbók Jónasar Tryggvasonar í Finnstungu fyrir 79 árum: Sun. 8. apríl 1945: Bar lítið til tíðinda. Skagfirska skáldkonan Ỏlína Jónasdóttir er sextug í dag. Vísur hennar eru löngu landfleygar og á hvers manns vörum, þess er yndi hefur af snilld fagurrar stöku. Ég hef ekki, svo ég muni til, heyrt vísu eftir Ỏlínu, sem ekki hafi verið vel gerð, en meiri eða minni snilldarbragur er á þeim flestum ...
Pistlar | 13. apríl 2024 - kl. 16:15
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
Þegar við hugsum um leiðir til að bæta heilsu samfélagsins þá hugsum við ekki alltaf um aðgengi að listum. En þegar við hugsum um það þá eru listir ein tegund tilfinningatjáningar. Hvort sem það er hamingja eða örvænting þá er það nauðsynlegt að hafa útrás til að nálgast tilfinningar á heilbrigðan og öruggan hátt. Samfélög sem styðja við listir, koma saman til að skapa list saman, hafa sýnt sig að vera tengdari
Frá ársþinginu. Mynd: ssnv.is
Frá ársþinginu. Mynd: ssnv.is
Fréttir | 13. apríl 2024 - kl. 10:27
Þrítugasta og annað ársþing Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra var haldið á fimmtudaginn í Félagsheimilinu á Blönduósi og heppnaðist vel, að því er segir á vef samtakanna. Góð mæting var á þingið en á meðal gesta voru kjörnir fulltrúar á Norðurlandi vestra og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fjölbreytt og áhugaverð erindi voru flutt og ný samgöngu- og innviðaáætlun kynnt. Fram kemur á vef SSNV að frekari upplýsinga er að vænta um það sem fram fór á þinginu.
Frá undirskrift samningsins. Mynd: FB/Aðdáendasíða Kormáks
Frá undirskrift samningsins. Mynd: FB/Aðdáendasíða Kormáks
Fréttir | 13. apríl 2024 - kl. 10:16
Stjórn meistaraflokks Kormáks Hvatar og veitingastaðurinn Sjávarborg á Hvammstanga hafa skrifað undir samning um að Hvammstangavöllur í Kirkjuhvammi beri nafn Sjávarborgar í sumar. Þetta er fyrsta sinn sem knattspyrnuvöllurinn ber nafn styrktaraðila, að því er segir á Aðdáendasíðu knattspyrnuliðsins Kormáks-Hvatar á Facebook. Í sumar fara fjórir meistaraflokksleikir fram á Sjávarborgarvellinum, auk leikja í yngri flokkum.
Ný stjórn Blöndu. Mynd: FB/Bjf.Blanda
Ný stjórn Blöndu. Mynd: FB/Bjf.Blanda
Fréttir | 12. apríl 2024 - kl. 13:25
Aðalfundur Björgunarfélagsins Blöndu var haldinn í vikunni og að því er fram kemur á facebooksíðu félagsins var mæting félaga mjög góð, bæði hjá gömlum og nýjum. Þar segir að starf félagsins gangi mjög vel sem og rekstur þess. Húsnæði félagsins hafi tekið til sín mikinn tíma félaga en nú sé markmiðið að efla starfið enn frekar. Ný stjórn var kosin á fundinum og var þeim sem stigu til hliðar færðar þakkir fyrir óeigingjarnt starf í þágu félagsins.
Fréttir | 11. apríl 2024 - kl. 15:20
Ekki liggur fyrir hvenær boðað verður til íbúakosninga um sameiningu Húnabyggðar og Skagabyggðar en til stóð að hún færi fram í þessum mánuði og að sameining tæki gildi 1. júní næstkomandi, yrði hún samþykkt. Samstarfsnefnd um sameininguna, sem skipuð er átta fulltrúum, fjórum frá hvoru sveitarfélagi, hefur það verkefni að skipuleggja sameiningarvinnuna, m.a. að setja upp verk- og tímaáætlun og leggja fram sameiningartillögu.
Tifsög og hjartastuðtæki. Myndirnar eru frá vefsíðum skólanna.
Tifsög og hjartastuðtæki. Myndirnar eru frá vefsíðum skólanna.
Fréttir | 11. apríl 2024 - kl. 14:48
Kvenfélagið Freyja færði nýverið Grunnskóla Húnaþings vestra hjartastuðtæki að gjöf. „Gjöfin mun vonandi aldrei koma að notum en við erum þó svo þakklát fyrir þessa höfðinglegu gjöf sem er mikilvæg viðbót í öryggisbúnað skólans,“ segir á vef hans. Höfðaskóli á Skagaströnd fékk líka gjöf nýverið, frá foreldrafélagi skólans, en það voru tvær tifsagir, „sem munu koma sér vel líkt og styrkurinn til bókakaupa gerði í haust,“ segir á vef skólans.
Fréttir | 11. apríl 2024 - kl. 13:57
Skákmót Skagastrandar 2024 fór fram í síðasta mánuði en ekki hefur verið keppt um titilinn skákmeistari Skagastrandar í meira en áratug. Átta skákmenn tóku þátt í mótinu sem lauk þannig að Martin Krempa sigraði með sex vinninga. Hann keppti sem gestur á mótinu og því varð Lárus Ægir Guðmundsson krýndur skákmeistari Skagastrandar með fimm vinninga. Einkahlutafélagið H-59 stóð að mótinu og var það opið öllum.
Frá Hvammstanga
Frá Hvammstanga
Fréttir | 11. apríl 2024 - kl. 13:44
Sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur samþykkt gjaldskrárbreytingar vegna stöðuleikasamninganna sem aðilar vinnumarkaðarins gerðu fyrir skömmu en þær miða að mestu við gjaldskrár er varða barnafjölskyldur. Þannig verður hækkunin 2,5% frá árinu 2023 í stað 5,5%, eins og áður hafi verið ákveðið, og taka breytingarnar almennt gildi 1. júní næstkomandi, með þeim fyrirvara að niðurstaða kjarasamninga Sambands íslenskra sveitarfélaga við stéttarfélög starfsmanna sveitarfélagsins verði í tekt við stöðugleikasamninganna.
Langidalur ofan úr Tungunesmúla. Mynd: Héraðsskjalasafn Austur-Húnavatnssýslu
Langidalur ofan úr Tungunesmúla. Mynd: Héraðsskjalasafn Austur-Húnavatnssýslu
Pistlar | 10. apríl 2024 - kl. 13:57
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
Láttu smátt, en hyggðu hátt / heilsa kátt, ef áttu bágt. Leik ei grátt við minni mátt / mæltu fátt og hlæðu lágt (Einar Benediktsson). Tvö við undum túni á. Tárin dundu af hvarmi. Mig lét hrundin haukleg þá / hvítum bundin armi (Kristján Jónsson Fjallaskáld). Bíddu rótt, sé boðið ótt, / blekktist fljótt, sá gladdist skjótt. Gráttu hljótt, því þor og þrótt / í þunga nótt hefur margur sótt (EB). Einn ég gleðst og einn ég hlæ / er amastundir linna. Aðeins notið einn ég fæ / unaðsdrauma minna (KJ).
Hvammstangakirkja
Hvammstangakirkja
Fréttir | 09. apríl 2024 - kl. 15:52
Tónleikar á vegum Soroptimistaklúbbsins við Húnaflóa verða haldnir laugardaginn 13. apríl í Hvammstangakirkju og hefjast klukkan 15. Boðið er upp á söng, hljóðfæraleik og ljóðaflutningur, sem m.a. nemendur tónlistaskóla Húnavatnssýslna taka þátt í. Einnig ætlar Karlakórinn Lóuþrælar að syngja. Enginn aðgangseyrir er á tónleikana en tekið verður við frjálsum framlögum við innganginn.
Fréttir | 09. apríl 2024 - kl. 15:43
Húnaþing vestra - lifandi samfélag fékk flest atkvæði í könnun á tillögum að slagorði fyrir sveitarfélagið og hefur byggðarráð samþykkt það fyrir sitt leyti. Í síðasta mánuði gátu íbúar valið á milli fimm tillagna að slagorði, sem öll áttu að lýsa kjarna samfélagsins og hægt væri að nota í kynningarskyni. Tillögurnar komu úr íbúakönnun sem framkvæmd var síðastliðið haust. Einnig var hægt að koma með nýjar tillögur.
Emelíana Lillý. Mynd: Feykir.is/Skjáskot af RÚV.
Emelíana Lillý. Mynd: Feykir.is/Skjáskot af RÚV.
Fréttir | 08. apríl 2024 - kl. 11:08
Emelíana Lillý Guðbrandsdóttir sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna 2024 á laugardaginn en hún keppti fyrir hönd Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Keppnin var haldin í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi og tóku fulltrúar 25 framhaldsskóla þátt. Emelíana söng nýja íslenska útgáfu af laginu Never Enough úr kvikmyndinni The Greatest Showman. Emelíana er frá Sauðárkróki.
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið