Fréttir | 10. júlí 2019 - kl. 15:07
Opna Gámaþjónustumótið í golfi á Húnavöku

Húnavökumótið í golfi verður haldið á Vatnahverfisvelli við Blönduós laugardaginn 20. júlí næstkomandi. Keppt verður í punktakeppni með forgjöf og verður einn almennur flokkur. Hámarksleikforgjöf karla og kvenna er 36. Ræst verður út á öllum teigum klukkan 09:00. Skráning fer eftir „shotgun“ þar sem þátttakendur skrá sig í holl og á hvaða holu þeir byrja. Nándarverðlaun í boði.

Mótsgjald kr. 4.000.-

Mótsstjórnin áskilur sé rétt til breytinga ef þurfa þykir.

Skráning á www.golf.is og í síma 864-4846 (Jóhanna). Skráningu lýkur klukkan 19:00 föstudaginn 19. júlí.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga