Frá fyrstu prjónagöngunni 2015.
Frá fyrstu prjónagöngunni 2015.
Fréttir | 12. júlí 2019 - kl. 16:00
Prjónaganga á Húnavöku í fimmta sinn

Hin árlega prjónaganga sem haldin er á vegum Textílmiðstöðvarinnar verður farin á síðasta degi Húnavöku, sunnudaginn 21. júlí klukkan 12. Prjónagangan var fyrst haldin árið 2015 og á viðburðurinn því fimm ára afmæli á sunnudaginn. Lagt verður af stað frá Hótel Blöndu í gamla bænum og gengið sem leið liggur út fyrir ár og að Kvennaskólanum. Á göngunni verður prjónagraffi á ljósastaurum og víðar skoðað í leiðinni. 

Þátttakendur eru minntir á að taka með sér prjónana, en ef ekkert er á prjónunum þá er um að gera að taka góða skapið með. Reynslan hefur kennt göngufólki að betra er að vera með stálprjóna en viðarprjóna. Reynslan hefur einnig kennt göngufólki að betra er að klæðast of vel en van og að í raun skiptir veðrið engu máli því það er áskorun að takast á við ólíkar aðstæður, s.s. veður, göngu og prjón.

 

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga