Hljómsveitin Ástarlogar sigraði keppnina. Ljósm: FB/menhúnvest.
Hljómsveitin Ástarlogar sigraði keppnina. Ljósm: FB/menhúnvest.
Fréttir | 12. júlí 2019 - kl. 15:21
Ástarlogarnir sigruðu

Söngvarakeppni Húnaþings vestra var haldin í síðasta mánuði en hún er orðin árlegur viðburður í sveitarfélaginu. Hljómsveitin Ástarlogar sigraði keppnina með laginu Say Something en meðlimir hennar eru Ástrós Kristjánsdóttir, Elvar Logi Friðriksson og Heiðrún Nína Axelsdóttir. Í öðru sæti varð Sunneva Eldey Þorvaldsdóttir með lagið Hard Place og í þriðja sæti urðu Stella Guðrún Ellertsdóttir og Tómas Örn Daníelsson með lagið Don´t kill my vibe.

Leikskólinn Ásgarður fékk verðlaun fyrir bestu búningana og Karlakórinn Mæjó fyrir bestu sviðsframkomuna. Kynnar á keppninni voru Guðrún Helga Magnúsdóttir og Jódís Erla Gunnlaugsdóttir. Dómnefndin var skipuð Ásbirni Edgar Waage, Hildi Ýr Arnarsdóttur og Hrafnhildi Ýr Víglundsdóttur.

Menningarfélag Húnaþings vestra hélt keppnina í ár og að henni lokinni lék hljómsveitin Albatross fyrir dansi. Hægt er að sjá myndir frá keppninni hér.

Söngvarakeppnin var styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra, Hvammstanga Hostel og Menningarsjóði Sparisjóðs Vestur-Húnavatnssýslu.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga