Keppendur Umf. Hvatar í lok móts
Keppendur Umf. Hvatar í lok móts
Stigahæstu einstaklingar í hverjum flokki á mótinu
Stigahæstu einstaklingar í hverjum flokki á mótinu
Fréttir | 14. júlí 2019 - kl. 21:16
Umf. Hvöt sigraði Héraðsmót USAH í frjálsum íþróttum

Héraðsmót USAH í frjálsum íþróttum fór fram dagana 10.-11. júlí síðastliðinn. Keppt var á Blönduóssvelli og var góð þátttaka. Að venju voru keppendur frá fjórum félögum þ.e. Umf. Bólstaðarhlíðarhreppi, Umf. Fram, Umf. Geislum og Umf. Hvöt.

Keppnin var mjög jöfn en það fór svo að lokum að Umf. Hvöt á Blönduósi sigraði með 426,5 stig, Umf. Fram á Skagaströnd varð í öðru sæti með 391 stig, UMFB varð í þriðja sæti með 282 stig og Umf. Geislar í fjörða sæti með 240,5 stig.

 

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga - New