Þyrla Landhelgisgæslunnar. Ljósm: Auðunn Blöndal
Þyrla Landhelgisgæslunnar. Ljósm: Auðunn Blöndal
Sjúkraflug Landhelgisgæslunnar í dag. Ljósm: Auðunn Blöndal.
Sjúkraflug Landhelgisgæslunnar í dag. Ljósm: Auðunn Blöndal.
Fréttir | 17. júlí 2019 - kl. 14:38
Árekstur við Húnsstaði

Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti konu á slysadeild Landspítalans í Fossvogi eftir árekstur tveggja bíla við Húnsstaði um klukkan ellefu í morgun. Að sögn lögreglunnar var konan með höfuðáverka en ekki þungt haldin. Aðrir sex sem voru í bílunum tveimur voru fluttir til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnunina á Blönduósi og voru meiðsl þeirra minniháttar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga