Frá Vatnahverfisvelli. Ljósm: FB/Golfkl. Ós
Frá Vatnahverfisvelli. Ljósm: FB/Golfkl. Ós
Fréttir | 19. júlí 2019 - kl. 20:05
Mikill áhugi á Húnavökumótinu í golfi

Frábær þátttaka verður á Opna Gámaþjónustumótinu í golfi sem haldið verður á Vatnahverfisvelli við Blönduós á morgun. Ræst verður út á öllum teigum á slaginu klukkan níu og eru öll holl gott sem full en þau rúma 36 manns samtals. Skráningu á mótið lauk í kvöld klukkan 19. Keppt verður í punktakeppni með forgjöf í einum flokki. Hámarksleikforgjöf kerla og kvenna er 36. Það stefnir í spennandi keppni í Vatnahverfi á morgun.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga