Frá Blönduósvelli í dag.
Frá Blönduósvelli í dag.
Fréttir | 20. júlí 2019 - kl. 19:21
Stórsigur á Blönduósvelli á Húnavöku

Afríka var tekin í bakaríið á Blönduósvelli í dag þegar leikin var 10. umferðin á Íslandsmótinu í knattspyrnu karla 4. deild, B-riðli. Sameiginlegt lið Kormáks og Hvatar átti ekki í vandræðum með lið Afríku sem situr á botni riðilsins með ekkert stig. Leikurinn endaði 8-1. Leikurinn fór rólega af stað en í seinni hálfleik brustu allar flóðgáttir og mörkunum rigndi inn. Markamaskínan Diego Moreno Minguez skoraði fjögur mörk í leiknum, Hilmar Þór Kárason tvö og þeir Hlynur Rafn Rafnsson og Sveinbjörn Guðlaugsson sitt hvort markið.

Kormákur/Hvöt er áfram í þriðja sæti riðilsins eftir leikinn með 23 stig, tveimur stigum á eftir Hvíta riddaranum og fimm stigum á eftir Snæfelli sem er á toppnum.

Næsti leikur er gegn toppliði Snæfells og fer leikurinn fram á Hvammstangavelli laugardaginn 27. ágúst klukkan 17.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga