Jörundarfell að hausti.
Jörundarfell að hausti.
Fréttir | 13. ágúst 2019 - kl. 07:06
Aurskriður í Jörundarfelli

Úrhellisrigning var í Húnavatnssýslum í gær sem og á öllu Norðurlandi vestraverið. Ríkisútvarpið sagði frá því að aurskriður hafi fallið úr Jörundarfelli í Vatnsdal og var haft eftir Einari Svavarssyni, bónda á Hjallalandi að skurðir og lækir í dalnum væru yfirfullir af vatni.

„Þetta er allt orðið fullt, láglendið, það eru allir skurðir orðnir fullir. Þetta er nú oft svona þegar það eru búnir að vera miklir þurrkar og ef það gerir svona mikla rigningu þá er mesta hættan á skriðuföllum. Það er laus jarðvegurinn og vatnið kemst niður á milli,“ sagði Einar í samtali við RÚV. Ekki er vitað um tjón á búfénaði.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga