Stoltur laxveiðimaður.
Stoltur laxveiðimaður.
Fréttir | 15. ágúst 2019 - kl. 07:53
Laxveiði glæðist eftir rigningu

Eftir mikla rigningu í Húnavatnssýslum síðustu daga hefur veiði í laxveiðiám svæðisins tekið kipp upp á við. Miðfjarðará nálgast nú þúsund veidda laxa en í gærkvöldi höfðu veiðst 984 laxar í ánni og var vikuveiðin 217 laxar sem er það mesta sem sést hefur í sumar. Á sama tíma í fyrr höfðu veiðst 1.863 laxar í ánni sem situr áfram í fjórða sæti lista Landsambands veiðifélaga yfir aflahæstu ár landsins. Blanda er í sjötta sæti listans með 561 veidda laxa en þar var vikuveiðin ekki nema 20 laxar.

Gott gengi hefur verið í Laxá á Ásum og er áin komin í 503 laxa með vikuveiði upp á 144 laxa sem er það mesta sem sést hefur í sumar. Á sama tíma í fyrra höfðu veiðst 522 laxar í ánni. Veiðst hafa 227 laxar í Vatnsdalsá, 163 í Hrútafjarðará og 15 í Svartá. Nýjar tölur höfðu ekki borist úr Víðidalsá í gærkvöldi.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga