Frá Skagaströnd
Frá Skagaströnd
Fréttir | 21. ágúst 2019 - kl. 14:29
Á móti kvótasetningu á grásleppu

Sveitarfélagið Skagaströnd lýsir mikilli andstöðu við hugmyndir um kvótasetningu á grásleppu. Slík framkvæmd komi til með að rýra verulega möguleika á nýliðun innan greinarinnar, segir í umsögn sveitarfélasins við drögum að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða var birt í Samráðsgátt stjórnvalda í síðasta mánuði.

Í umsögninni segir að á Skagaströnd hafi útgerð smábáta eflst umtalsvert á undanförnum árum og að  heimamenn hafi stofnað fyrirtæki og fjárfest í kvótalausum smábátum. Rekstrargrundvöllur þessara fyrirtækja byggi á strandveiðum, úthlutuðum byggðakvóta og í mörgum tilfelum veiðum á grásleppu. Útgerðaraðilar sem nýlega hafi fjárfest í grásleppuleyfum muni í flestum tilvikum ekki njóta þeirrar veiðireynslu sem hafi verið aflað á tiltekið leyfi. Það muni því koma verulega illa út fyrir þá aðila komi til þessarar varhugaverðu aðgerðar við að kvótasetja tegundina.

Þá segi í umsögninni að kvótasetning grásleppu með frjálsu framsali veiðiheimilda og tilheyrandi samþjöppun innan greinarinnar komi því til með að veikja atvinnulíf þar sem síst skyldi.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga