Anton Scheel. Ljósm: usvh.is
Anton Scheel. Ljósm: usvh.is
Reimar og Sigríður. Ljósm: usvh.is / Ómar Eyjólfsson
Reimar og Sigríður. Ljósm: usvh.is / Ómar Eyjólfsson
Fréttir | 22. ágúst 2019 - kl. 08:11
Nýr framkvæmdastjóri USVH

Ungmennasamband Vestur-Húnvetninga hefur fengið nýjan framkvæmdastjóra, Anton Scheel Birgisson. Tekur hann við starfinu af Eygló Hrund Guðmundsdóttur. Anton, sem á ættir að rekja til Þorlákshafnar og Lubeck í Þýskalandi, er sálfræðimenntaður og er nýbúi í Hrútafirði, þar sem hann starfar við kennslu.

Þá má geta þess að USVH fékk nýverið viðurkenningu sem Fyrirmyndarhérað ÍSÍ. Af því tilefni afhenti Sigríður Jónsdóttir varaforseti ÍSÍ Reimari Marteinssyni formanni USVH viðurkenningu. Á vef USVH segir að stjórn USVH hafi öll komið að vinnunni í tengslum við viðurkenninguna ásamt Eygló Hrund Guðmundsdóttur, fráfarandi framkvæmdastjóra sambandsins. USVH er þriðja íþróttahéraðið sem fær þessa viðurkenningu frá ÍSÍ á eftir UMSE og UMSS.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga