Fréttir | 09. september 2019 - kl. 13:41
Göngum í skólann

Blönduskóli tekur þátt í verkefninu Göngum í skólann en það er á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og fleiri aðila. Markmiðið er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Verkefnið hófst í dag með kynningu fyrir nemendur og stendur það til 20. september. Haldin verður keppni milli bekkjarhópa og starfsfólks og hlýtur sá hópur sem kemur hlutfallslega oftast gangandi eða hjólandi í skólann viðurkenningu.

Átaksverkefnið er orðið að árlegum viðburði í mörgum skólum og er nú haldið í 13. sinn hér á landi. Það býður upp á lærdómsríka og skemmtilega leið fyrir nemendur til að fræðast um umferðarreglur, öryggi og umhverfismál. Þetta er í fjórða sinn sem Blönduskóli tekur þátt.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga