Frá Skagaströnd
Frá Skagaströnd
Fréttir | 10. september 2019 - kl. 11:41
Umhverfisviðurkenning Skagastrandar 2019

Sveitarfélagið Skagaströnd óskar eftir ábendingum og tilnefningum til umhverfisviðurkenningar Skagastrandar 2019. Á vef Skagastrandar segir að með umhverfisviðurkenningu vilji sveitarstjórn vekja athygli á því sem vel sé gert í sveitarfélaginu hvað varði hirðingu og frágang lóða, snyrtilega bæi og atvinnulóðir. Hægt er að senda tölvupóst á netfangið;  sveitarstjori@skagastrond.i  eða með því að hringja á skrifstofu sveitarfélagsins í síma 455-2700, fyrir 13. september næstkomandi.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga