Skjáskot af N4.
Skjáskot af N4.
Fréttir | 11. september 2019 - kl. 11:14
Ragnheiður Jóna á N4

Norðlenska sjónvarpsstöðin N4 heimsótti nýverið Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur, sveitarstjóra Húnaþings vestra og ræddi við hana um tækifæri og verkefni í sveitarfélaginu. Segir hún að tækifærin felist m.a. í landbúnaði, vaxandi ferðaþjónustu og síðast en ekki síst í fólkinu á svæðinu. Helstu verkefnin sem þurfi að leysa er húsnæðisskortur. Ungt fólk vilji flytja á svæðið enda sé samfélagið þægilegt, samstaðan mikil, skóla góðir og íþrótta og menningarlíf öflugt.

Viðtalið má sjá hér.   

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga