Fréttir | 12. september 2019 - kl. 07:32
Námskeið fyrir stéttarfélög

Stéttarfélögin Aldan, Kjölur, Samstaða, Sameyki og Verslunarmannafélag Skagafjarðar bjóða félagsmönnum sínum á námskeið, þeim að kostnaðarlausu. Námskeiðin eru haldin á vegum Farskólans á Norðurlandi vestra en þau eru öllum opin og geta aðrir en félagsmenn þessara félaga kannað rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi. Námskeiðin eru:

Listin að breyta hverju sem er
Ef þú ert eins og flest fólk hefur þú líklega gert fáeinar tilraunir til að breyta lífi þínu til batnaðar, hvort sem um er að ræða heilsuna, fjárhaginn, samband þitt við makann eða markmið tengd starfinu. Þér hefur líklega verið sagt að viljinn sé allt sem þurfi og að marktækar breytingar hefjist á viljastyrk. Áralangar rannsóknir hafa hins vegar leitt í ljós að viljastyrkurinn er bara einn af mörgum áhrifavöldum og að það eru sex þættir sem hafa áhrif á hegðun okkar og daglegar ákvarðanir. Leiðbeinandi: Ingrid Kuhlman, þjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun ehf. Verð: 19.900. kr.
Hvar og hvenær:
Hvammstangi – 14. nóvember kl. 18:00-22:00.
Blönduós – 13. nóvember kl. 18:00-22:00.
Sauðárkrókur – 12. nóvember kl. 18:00-22:00.

Meðlæti með öllum mat
Ert þú fastur/föst í því að bjóða uppá sama meðlætið ár eftir ári og færð jafnvel hjálp frá Ora, en langar til þess að auka fjölbreytni og geta boðið heimilisfólki og gestum uppá skemmtilegar nýjungar í þessum ómissandi þætti í hverri máltíð. Leiðbeinandi: Jón Daníel Jónsson, matreiðslumeistari. Verð: 13.900. kr.
Hvar og hvenær:
Hvammstangi – 3. október kl. 17:00-20:00
Blönduós – 2. október kl. 17:00-20:00
Sauðárkrókur – 1. október kl. 17:00-20:00  

Konfektgerð
Margar aðferðir eru notaðar við konfektgerð. Ýmist er það steypt í mót, mótað í kúlur, sett í form og skorið í bita sem eru svo hjúpaðir með súkkulaði, skreyttir með hvítu súkkulaði og ýmsu skrauti, sem viðkomandi líst vel á. Leiðbeinendur: Hulda Einarsdóttir og Heimir Eggerz Jóhannsson. Verð: 12.900. kr.
Hvar og hvenær:
Hvammstangi – 29. nóvember kl. 18:00-21:00.
Blönduós – 28. nóvember kl. 18:00-21:00.
Sauðárkrókur – 27. nóvember kl. 18:00-21:00.

Tölvuöryggi
Það finnast margar hættur á netinu og margt ber að varast. En sem betur fer er ýmislegt sem við getum gert til þess að tryggja öryggi okkar og lært að forðast hætturnar. Eftirfarandi spurningar er á meðal þess sem við leitumst við að svara á námskeiðinu:

  • Hvernig passa ég upp á að stýrikerfið mitt sé öruggt?
  • Hvað eru tölvuvírusar og hvernig á að verjast þeim?
  • Hvað er "malware" hvernig á að verjast þeim?
  • Hvað er "ransomware" og er hægt að verjast því?
  • Hvernig þekkjum við falskar vefsíður?
  • Hvernig má þekkja falska tölvupósta?
  • Hvernig geri ég þráðlausanetið mitt öruggara?

Leiðbeinandi: Hermann Jónsson, Microsoft sérfræðingur. Verð: 29.000 kr.
Hvar og hvenær:
Hvammstangi – 18. október kl. 16:00-19:00.
Sauðárkrókur – 22. október kl. 13:00- 16:00.
Blönduós – 22. október kl. 17:00-20:00.

Athugið! Nánari lýsingar á námskeiðunum er að finna á heimasíðu Farskólans. Skráning í síma 455 6010. Einnig er hægt að skrá sig á heimasíðu Farskólans, www.farskolinn.is, eða senda tölvupóst á farskolinn@farskolinn.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga