Fréttir | 12. september 2019 - kl. 21:55
Síðasti leikur sumarsins hjá Kormáki/Hvöt í 4. deild í knattspyrnu karla

Síðasti leikur sumarsins hjá Kormáki/Hvöt verður laugardaginn 14. septemper á Skallagrímsvelli en þar munu leikmenn liðsins etja kappi við lið Hvíta riddarans frá Reykjavík. Um er að ræða úrslitaleik um þriðja sætið í 4. deild Íslandsmótsins í knattsyrnu. Leikurinn hefst kl. 13:00 í Borgarnesi.

Þetta verður fjórði leikur liðanna í sumar en liðin voru saman í riðli í sumar, auk þess sem liðin öttu kappi saman í Mjólkurbikarkeppni KSÍ. Hvíti riddarinn sigraði leik liðanna í bikarkeppninni en liðin skildu jöfn í fyrri leik í riðlakeppninni en Kormákur/Hvöt vann seinni leikinn í riðlakeppninni.

Þá má því búast við hörkuleik á laugardaginn og ástæða til þess að hvetja alla til að mæta á leikinn.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga