Kvennalið KA hampar titlinum. Ljósm: bli.is/“mar Eyjólfsson
Kvennalið KA hampar titlinum. Ljósm: bli.is/“mar Eyjólfsson
Fréttir | 16. september 2019 - kl. 17:28
Meistarakeppni BLÍ fór fram á Hvammstanga

Meistarakeppni Blaksambands Íslands fór fram á Hvammstanga um helgina og sá Ungmennafélagið Kormákur um umgjörð og utanumhald. Bæði karla- og kvennalið KA urðu meistarar meistaranna. Karlalið KA vann Álftanes 3-2 í æsispennandi leik og kvennalið KA vann HK 3-2, sömuleiðis í hörkuleik en báðir leikirnir fóru í fimm hrinur. Blakviðburðurinn var sá fyrsti af þremur sem fram fer á Hvammstanga í vetur.

Næsti blakviðburður á Hvammstanga fer fram 12.-13. október en þá fer fram fyrsta helgarmót Íslandsmótsins í blaki í 6. deild. Til leiks mæta Kormákur Birnur - Bombur, UMF Íslendingur, HK E, Grótta, ÍK B, Álftanes E, Þróttur Vogum, Hrunamenn D, Haukar D, Fram og HK Bellur.   

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga