Fréttir | 19. september 2019 - kl. 18:47
Selasetrið tilnefnt til Evrópuverðlauna

Selasetur Íslands hefur verið tilnefnt til Destination of Sustainable Cultural Tourism Evrópuverðlaunanna 2019 eða sem Áfangastaður sjálfbærrar náttúrutengdrar ferðaþjónustu árið 2019. Verðlaunahafar verða kynntir á verðlaunahátíð í Granada á Spáni 24. október næstkomandi. Selasetur Íslands var stofnað árið 2005 og er hlutverk þess að standa fyrir rannsóknum á selum og náttúrutengdri ferðaþjónustu.

Selasetrið er staðsett á Hvammstanga þar sem það stundar rannsóknir, ásamt því að reka fræðslumiðstöð fyrir almenning og ferðamenn um líffræði og hegðun sela við Ísland. Selasetrið safnar saman heimildum um selveiðar, vinnslu selafurða og hlunnindabúskap.

Selasetrið stuðlar að uppbyggingu sjálfbærrar náttúrutengdrar ferðaþjónustu og stendur fyrir rannsóknum á því sviði. Selasetrið er í margvíslegu samstarfi við vísindastofnanir og einstaklinga á sínu sviði bæði innanlands og erlendis. Aðalsamstarfsaðilar í dag eru Veiðimálastofnun, Háskólinn að Hólum, BioPol og Hafrannsóknastofnun. Eining er Selasetrið í samstarfi við erlendar stofnanir og háskóla eins og Stokkhólmsháskóla.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga