Fréttir | 20. september 2019 - kl. 08:59
Tíu leiðir til að efla ferðaþjónustu á landsbyggðinni

Samtök ferðaþjónustunnar hafa tekið saman tíu leiðir til að efla ferðaþjónustu, atvinnulíf og lífskjör á landsbyggðinni. Tillögunum er ekki ætlað að vera tæmandi heldur benda á ýmislegt sem er hægt og þarft að gera. Aðgerðir þessar krefjast að sjálfsögðu náinnar samvinnu hins opinbera og atvinnugreinarinnar, segir í tilkynningu frá SAF. Í dag mun Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, kynna tillögurnar í beinni útsendingu á Facebook síðu Samtaka ferðaþjónustunnar: www.facebook.com/ferdathjonustan. Kynningin hefst klukkan 10:30 og mun standa í 20 mínútur. Í kjölfarið verður síðan hægt að nálgast tillögurnar á heimasíðu SAF

„Það er mikið hagsmunamál fyrir íslenska ferðaþjónustu, og samfélagið í heild, að rekstrargrundvöllur fyrir ferðaþjónustufyrirtæki um allt land sé góður, allt árið um kring. Það er nauðsynlegt fyrir vöruþróun og nýsköpun í greininni, auk þess sem það styður markmið um áframhaldandi styrkingu byggða, uppbyggingu heils árs atvinnutækifæra og dreifingu álags vegna umferðar ferðamanna um landið,“ segir í tilkynningu SAF.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga