Fyrri mynd
Nćsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Viđ notum vefkökur (e. cookies) til ţess ađ bćta upplifun ţína og greina umferđ um síđuna.
Međ ţví ađ nota vefsíđuna samţykkir ţú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Húnahorniđ
Open Menu Close Menu
Húnahorniđ
Föstudagur, 22. nóvember 2019
ASA  6 m/s
C
Olís
huni.is - RSS-efnisveita
 
Á döfinni
Nóvember 2019
SMŢMFFL
272829303112
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
FyrriNúnaNćsti
Veðurstofa Íslands
Blönduós 01:00 ASA 6  5°C
Reykir í Hr 01:00 NA 1  2°C
Reykjavík 01:00 ANA 3  5°C
Akureyri - 01:00 SA 5  2°C
Egilsstaðaf 01:00 NNA 1  1°C
Haugur 01:00 SSV 3  5°C
Holtavörðuh 01:00 SSV 4  2°C
Þverárfjall 01:00 S 4  4°C
Laxárdalshe 01:00 A 4  2°C
Brúsastaðir 01:00 SA 7  5°C
Vegagerðin
Holtavörđuh. 01:40 SSV 1 4°C
Laxárdalsh. 01:40 A 3 4°C
Vatnsskarđ 01:53 0 0°C
Ţverárfjall 01:40 S 4 3°C
Kjalarnes 01:40 A 10 7°C
Hafnarfjall 01:40 A 10 8°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
15. nóvember 2019
Eldhúshillur valda yfirliði
Ég er mikill áhugamaður um kökur og allskonar sætabrauð ásamt góðum mat og nú er sá tími runninn upp þegar uppskriftir af girnilegum jólabakstri og allskonar gómsætum mat prýða síður blaða og tímarita.
::Lesa

Northwest.is


SSNV

Leita í netfangaskrá
 
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
20. nóvember 2019
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
11. nóvember 2019
Eftir Guðjón S. Brjánsson
11. nóvember 2019
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
05. nóvember 2019
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
23. október 2019
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
11. október 2019
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
03. október 2019
Frá Heilsuhópnum
29. september 2019
Pistlar | 23. október 2019 - kl. 10:31
Sögukorn: Baðstofukytran varð að dýrðlegri höll
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

Meðal stórbýla á Laxárdal var Mörk, ysti bær í Bólstaðarhlíðarhreppi og átti sókn til Bólstaðarhlíðarkirkju. Merkurhús og grænar hlíðar upp frá túninu horfðu til suðvesturs og þangað fluttu vorið 1867 hjónin Steinunn og Guðmundur vestan yfir Blöndu, foreldrar Erlendar rithöfundar frá Mörk, sem þá var á barnsaldri, ólst upp þar á Laxárdal og reisti síðar bú með konu sinni út á Hallárdal.

Erlendur gaf sýslungum sínum æviminningar í ritsmíð sinni, Heima og heiman með mögnuðum lýsingum af búskap, ferðalögum og félagslífi ungs fólks heima í dölunum á liðinni öld. Erlendur lýsir gömlum, stórum og niðurníddum bæ þar á Mörk sem foreldrar hans endurbyggðu strax árið eftir. En í þessum bæ hafði oft verið mannmargt, og þar fæddist fáum árum fyrr snáði sem hlaut hið myndarlega nafn Árni Frímann. Hann var langyngstur systkina sinna, Anna systir hans - síðar húsmóðir í Köldukinn - var 10 árum eldri en Árni og uppkomnu systkinin, Ragnheiður og Friðgeir voru komin á fertugsaldur og höfðu eignast sínar eigin fjölskyldur. Ragnheiður var í nábýli við föður sinn á Mörk en Friðgeir í Hvammi, örstutta bæjarleið frá nýfædda frænda sínum.

Faðir þessara systkina, Árni Jónsson, kallaður hvítkollur eða Árni stutti hlýtur að hafa verið snjall og úrræðagóður og þótti allvífinn, en átti lengst af sömu konu, Ketilríði Ketilsdóttir sem varð öryrki eftir barnsburð. Ketilríður var móðir Ragnheiðar og hafði síðan athvarf á Geitaskarði hjá Vorm sveitarhöfðingja. En Árni bjó upp á dalnum hvíta með ráðskonum og börn hans áttu aðeins hálfsystkini. Árni hvítkollur hélt saman fjölskyldunni meðan honum entist aldur og var tryggur hlutskipti bóndans og dalnum grösuga. Árni bjó seinustu áratugina á Mörk, giftist þar öðru sinni ungri konu, tveggja barna móður, sem eignaðist sitt fyrsta hjónabandsbarn með þessum öldungi, sveinbarnið Árna Frímann Árnason, auknefndur gersemi, síðar bóndi í Skyttudal, þrjár bæjarleiðir frá Mörk.

Skáldið Sveinn frá Elivogum rifjar upp komu Árna gersemis, þá er Sveinn var barn á Gvendarstöðum: „Þegar kaffið var drukkið stendur Árni upp og hefur að kveða úr Númarímum:

Svefninn býr á augum ungum
eru þau hýr þótt felist brá
rauður vír á vangabungum
vefur og snýr sig kringum þá. Sig. Breiðfjörð

Sveinn heldur áfram:„Aldrei man ég eftir að ég hafi orðið fyrir sterkari áhrifum. Baðstofukytran með moldargólfi, kulda og myrkri varð að dýrlegri höll. Nú var kvæðamaðurinn, ekki flakkarinn og drykkjusvolinn Árni gersemi heldur listamaður sem átti þúsundfaldan hróður skilið. Með því að kveða eina ferskeytlu hafði hann á svipstundu hitað og lýst umhverfi sem áður var kalt og dauflegt. Ég býst við að um þetta leyti hafi Árni verið nær fertugu. Næstu tíu árin var hann á stöðugu ferðalagi og hélt þá uppteknum hætti með óreglu á hæsta stigi um vínnautn. En alltaf voru hljóðin jafnfögur."

Þessi vísa Breiðfjörðs, Svefninn býr á augum ungum, er vinsæl meðal Iðunnarfélaga og gjarnan kveðin á fundum við stemmu Árna gersemis. Iðunn gaf út mikið safn af stemmum með safnbókinni Silfurplötur Iðunnar. Þar fylgja 4 hljómdiskar og þangað er safnað 200 mismunandi stemmum, getið höfunda, kvæðamanna og rifjuð upp saga kvæðamanna og listar þeirrar. Mörg nöfn Húnvetninga er þar að finna og þrjú fyrstu númer bókarinnar eru úr fórum Árna gersemis Árnasonar.

Hverfum nú aftur til æsku Árna: „Ég trúi að við í Hlíðarhreppi eigum þessa gersemi!" svaraði Guðmundur á Bollastöðum spurningunni um hver ætti vandræðadrenginn Árna Frímann sem hafði verið komið til hans, kannski til að hann gæti kennt honum undir fermingu. Þannig eignaðist tilvonandi kvæðamaður viðurnefni sitt. Einhver hefði nú kannski svarað: Æi, þetta er hreppsómagi ofan af Laxárdal, en sveitarhöfðinginn í Blöndudalnum gaf sig ekki að slíkri orðræðu.

Á þeirri öld áttu Blöndælingar sína eigin kirkju og prestsetur í Hólum og mynduðu einingu með Blöndudalshólasókn sem fór að trosna 1880 þegar henni var skipt milli þriggja nærliggjandi sókna og Bergsstaðaprestur fékk dalinn austan ár, fremri hlutann til Bergsstaðakirkju en ytri hlutann að Bólstaðarhlíð.  

Að prestsetrinu í Blöndalshólum völdust iðulega prestar sem sagan átti eftir að gera fræga, þar ólst upp barnið Einar Kvaran rithöfundur til tíu ára aldurs, þar predikaði sr. Þorlákur Stefánsson, afi Jón verkfræðings og stjórnmálaforingja Íhaldsflokksins og systur hans dr. Bjargar C. Þorláksson að ógleymdum sr. Sveini Níelssyni og Auðuni presti, föður Björns sýslumanns í Hvammi Blöndal og fleiri systkina. Lengst var þar prestur Ólafur Tómasson, móðurfaðir Önnu Árnadóttur í Köldukinn og eiginmaður Helgu Sveinsdóttur formóður minnar, en Jón Árnason á Stóru-Giljá, fyrri maður hennar náði ekki 25 ára aldri svo Helga varð ung ekkja.

Erlendur segir frá messuferð þeirra Merkurmanna 1878 og þá þjónaði þar síðasti prestur Blöndælinga, sr. Markús Gíslason sem flutti að Bergsstöðum tveim árum síðar þegar Hólaprestakall var lagt niður og sókninni tvístrað:

Erlendur skrifar:„Það var sumarið 1878 að foreldrar mínir og við systkinin fórum snemma á sunnudagsmorgun fram að Blöndudalshólum og vildum geta tafið fyrir messu. Var tekið á móti okkur eftir bestu föngum og leitaðist prestur við að skemmta okkur  en sem best. . . .  Svo var gengið til kirkju. Ekki man ég hver var forsöngvari en meðhjálpari var Guðmundur bóndi á Bollastöðum. Séra Markús var snjallur í máli og tónaði með fögrum og háum hljóðum. Ekkert man ég úr ræðunni en þetta vers hafði hann fyrir niðurlagsorð hennar:

Vors herra Jesú verndin blíð
veri með oss á hverri tíð.
Guð huggi þá sem hryggðin slær
hvort þeir eru nær eða fjær
kristnina efli og auki við
yfirvöldunum sendi lið
hann gefi oss öllum himnafrið.

Að fluttu þessu versi sté prestur úr stól og byrjaði sálmlagið hátt og sköruglega og svo hélt messan áfram til enda. Svo héldum við heim og höfðum mikið yndi af ferðinni. Það skemmdi heldur ekki er Jón dró upp marglit skólakort sem höfðu verið höfð við landafræði Munthes í Latínuskólanum um 1860. Hafði Jón keypt þau af Guðmundi á Bollastöðum  fyrir kr. 2,60 en kortin hafði áður átt Gísli sonur Guðmundar er nú hafði drukknað við háskólann í Kaupmannahöfn.Þetta var með fyrstu litmyndunum er komu á heimilið og nú var hverri stundu eytt sem hægt var til að rýna í kortin."

Guðmundur Gíslason tók við hreppsstjórn 1866 ásamt nokkrum sjóði sem rýrnaði á næstu árum en þrem árum síðar skilaði Guðmundur af sér hreppsstjórn í hendur Hannesar Gíslasonar á Fjósum, langafa Þórunnar á Auðólfsstöðum. Lýsir Jónas Illugason Guðmundi svo: „Guðmundur var að eðli ekki nítjándu aldar maður. Hann var að afli og anda frá söguöld, höfðingi, drottnunargjarn og ráðríkur, en stórtækur og lét mikið að sér kveða, ef hann snerist til hjálpar. Ef eitthvert verk þurfti að vinna í samvinnu eða með samtökum, lét hann aldrei sitt eftir liggja, tók oft að sér erfiðasta hlutverkið og leysti þar af höndum skörulega og með höfðingsskap."

En vindum okkur nú fram á Bollastaðahlað þar sem nágranninn spurði Guðmund óðalsbónda um hver ætti hvern og Árni hvítkollur átti þau nokkur börnin. Mynd föðurins skýrist út á Tungubakka þar sem hann giftist Ketilríði sinni, móður Ragnheiðar, en hin vinnukonan, móðir Friðgeirs Árnasonar, flytur þá vestur yfir Blöndu. Árni birtist síðar í Manntali 1840 í tvíbýli á Litla-Vatnsskarði, í Mt. 1845 í húsmennsku á Refsstöðum hjá Pétri og Ragnhildi sem þar bjuggu með börn sín, en svo varð Árni bóndi á annan áratug í þéttsetna bænum á Mörk/Stóru-Mörk og eignaðist þar soninn Árna Frímann á síðustu misserum ævi sinnar. Móðir Árna gersemis og seinni kona Árna var Guðrúnu Magnúsdóttur af Snæbirningaætt.  

Guðrún kom að Mörk til Árna sem ráðskona eða vinnukona og giftist síðan þessum öldungi og atkvæðamanni. Og flutti vestur yfir Blöndu - að Gafli í Svínadal þegar Árni eldri dó frá skammvinnu hjónabandi þeirra. Árni Frímann, ungbarnið fór í fóstur – og á sveitina.

Kvæðamaðurinn Árni Frímann sem leit dagsins ljós á Mörk 14. sept.1861, var orðinn föðurlaus á miðju sumri næsta árs, munaðarlaus áður en hann varð ársgamall og náði ekki fjöðrum sínum í bændasamfélaginu fyrr en hann kom aftur heim í sveitina sína 1909. Þá var Árni búinn að kveða marga stemmuna, ganga nokkrar bæjarleiðirnar og súpa margan sopann. Hann kom síðar eftir nokkurra ára dvöl í byggðum Skagfirðinga vestur á Laxárdalinn, orðinn nær fimmtugur, hafði eignast konu og son og setti saman bú í Skyttudal, jörð að baki Hlíðarfjallsins. Þar þótti notalegt býli og Árni Frímann varð þar bóndi í skjóli Bólstaðarhlíðarmanna. Klemens Klemensson í Hlíð, hafði verið skírnarvottur Árna gersemis á Mörk forðum daga, daginn eftir fæðingu hans en sonur Klemensar, Guðmundur í Bólstaðarhlíð, leigði honum nú Skyttudal. Árni var talinn húsmaður fyrstu tvö árin, en síðan bóndi þar.

Bakkusarleiðangrar kvæðamannsins voru að baki og sonurinn Friðgeir ungi óx þar upp eins og fífill í túni. Og við vitum að frægðin tyllti sér hjá Árna gersemi meðan hann stundaði flakk meðal sveitunga og nágranna á fyrstu áratugum ævinnar. Þar við bættist listafrægðin er á leið ævina. Konu sinni hefur Árni kynnst í Sæmundarhlíðinni í Skagafirði eða kannski á samkomum úti á Sauðárkróki þar sem Erlendur sá einnig fyrst konu sína húnvetnska, þá sem fór síðar með hann til Ameríku.

Árni Frímann lést þremur dögum fyrir jól 1918. Heilabólga segir prestur í kirkjubókinni. Ekkjan, 35 ára, flutti þá aftur til Skagafjarðar með soninn 12 ára og síðar til Siglufjarðar. Hann hét Friðgeir Árnason var bílstjóri og vegaverkstjóri á Siglufirði, alnafni sveitaskáldsins snjalla og föðurbróðurins á Laxárdalnum, Friðgeirs Árnasonar, í Hvammi.

Meiri upplýsingar:
Sveinn Hannesson frá Elivogum HEB 2006 4 - 5 tbl. bls 169
Erlendur Guðmundsson Heima og heiman bls. 77
Troðningar og tóftarbrot/Jónas Illugason Eitt ár
Sveinn frá Elivogum um Árna gersemi: http://stikill.123.is/blog/2008/03/21/223022/
Um nokkra Snæbirninga: http://stikill.123.is/blog/2015/11/24/740226/
Frá Bollastaðabændum: http://stikill.123.is/blog/record/492507/
Síðustu Hólaprestar: http://stikill.123.is/blog/2014/07/16/siustu-holaprestar/
Bændaríma Friðgeirs í Hvammi: http://bragi.arnastofnun.is/ljod.php?ID=2202
Björg C Þorláksson: https://www.visindavefur.is/svar.php?id=61540

Ingi Heiðmar Jónsson

Höf. rzg
Fréttir | 21. nóvember 2019 - kl. 18:38
Innlendur sem erlendir ferðamenn sem fara á söfn á Norðurlandi eru ánægðir með heimsóknir þangað. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar sem Rannsóknarmiðstöð ferðamála vann að beiðni Markaðsstofu Norðurlands, en niðurstöður hennar voru kynntar á ráðstefnu á Hótel Kea í dag. Í könnuninni sögðust 97% svarenda annaðhvort vera ánægðir eða mjög ánægðir með heimsóknir á söfnin og 90% sögðust ætla mæla með því við fjölskyldu og vini að þeir gerðu slíkt hið sama.
Fréttir | 21. nóvember 2019 - kl. 17:58
Þrjú umferðaróhöpp urðu í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra í dag. Engin alvarleg slys urðu á fólki en talsvert eignatjón, að því er segir í frétt á vef Ríkisútvarpsins. Lögreglan segir mjög varasamar aðstæður hafa skapast á svæðinu vegna hálku og hvetur fólk til að fara varlega. Á Vatnsnesvegi valt bíll sem í voru þrír erlendir ferðamenn og voru þeir fluttir á heilsugæsluna á Blönduósi til aðhlynningar. Meiðsl eru ekki talin alvarleg.
Glaðheimar
Tónlistarskóli Húnaþings vestra. Ljósm: hunathing.is
Tónlistarskóli Húnaþings vestra. Ljósm: hunathing.is
Fréttir | 21. nóvember 2019 - kl. 17:03
Tónlistarskóli Húnaþings vestra fagnar 50 ára starfsafmæli á laugardaginn, 23. nóvember. Dagskrá í tilefni dagsins fer fram í Félagsheimilinu á Hvammstanga og hefst klukkan 16. Flutt verða ávörp ásamt tónlistaratriðum fyrrverandi og núverandi nemenda og kennara tónlistarskólans. Boðið verður upp á kaffiveitingar að hætti Húsfreyjanna á Vatnsnesi. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.
Sameining A-Hún
Frá tónleikunum. Ljósm: Skarphéðinn Einarsson.
Frá tónleikunum. Ljósm: Skarphéðinn Einarsson.
Fréttir | 21. nóvember 2019 - kl. 11:00
Í tilefni af því að tíu ár eru liðin frá vígslu orgelsins í Blönduóskirkju voru haldnir tónleikar í kirkjunni síðastliðinn sunnudag. Fjöldi manns mætti í kirkjuna og hlustaði á húnvetnska tónlistarmenn sem bæðu sungu og spiluðu á hljóðfæri sín með orgelinu. Enginn aðgangseyrir var á tónleikana en söfnunarkassi var á staðnum fyrir þá sem vildu styrkja orgelsjóðinn.
Unnur Valborg og Hólmfríður. Ljósm: ssnv.is
Unnur Valborg og Hólmfríður. Ljósm: ssnv.is
Fréttir | 20. nóvember 2019 - kl. 15:48
Fulltrúar úr stýrihópi Stjórnarráðsins um byggðamál funduðu í gær á Hvammstanga með stjórn og framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Fundurinn er liður í fundaferð hópsins um landið til að ræða við stjórnir landshlutasamtaka um sóknaráætlanir og framgang þeirra í héraði. Á vef SSNV kemur fram að fulltrúar stýrihópsins hafi fengið kynningu á nýrri Sóknaráætlun Norðurlands vestra sem samþykkt var á dögunum, helstu áherslum hennar og verkefnum sem framundan eru.
Fréttir | 20. nóvember 2019 - kl. 14:23
KPMG á Blönduósi verður með opið hús næstkomandi föstudag, 22. nóvember frá klukkan 13-16. Þar verða veittar upplýsingar um hvernig KPMG getur einfaldað og aðstoðað við bókhald og uppgjör, gerð skattframtala og komið til aðstoðar með ráðgjöf í skattamálum. Atli, Gísli, Grímur, Ingunn María og Nína Hrefna, ásamt Kristjáni taka vel á móti gestum.
Leppalúði heilsar. Ljósm: komedia.is
Leppalúði heilsar. Ljósm: komedia.is
Fréttir | 20. nóvember 2019 - kl. 09:33
Kómedíuleikhúsið sýnir sprellfjörugt og alíslenskt jólaleikrit í Félagsheimilinu á Hvammstanga í kvöld og í Spákonuhofinu á Skagaströnd annað kvöld. Báðar sýningarnar hefjast klukkan 17:30. Leikritið heitir Leppalúði og fjallar um hinn alltof gleymda mann Grýlu og föður jólasveinanna þrettán. Velt er upp spurningum eins og hver Leppalúði sé eiginlega, hvort hann tali mannamál og síðast en ekki síst, hvort hann sé í alvörunni til.
Fréttir | 20. nóvember 2019 - kl. 08:59
Lögreglan á Norðurlandi vestra lagði hald á skotvopn og afla tveggja rjúpnaveiðimanna um síðustu helgi sem voru við veiðar án gildra veiðileyfakorta. Lögreglan hefur haldið uppi öflugu eftirliti með rjúpnaveiðum eins og jafnan. Kannað hefur verið með réttindi veiðimanna, skotvopn og fleira. Um síðustu helgi rætti hún við marga veiðimenn sem voru að koma af veiðum og reyndust flestir þeirra vera með öll sín mál í lagi. Á Facebook síðu lögreglunnar á Norðurlandi vestra eru veiðimenn hvattir til að gæta þess að öll leyfi séu í lagi.
Pistlar | 20. nóvember 2019 - kl. 08:03
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
Fyrir fáeinum misserum hafði ég einu sinni sem oftar á undanförnum sjö árum verið beðinn um að annast messu eða guðsþjónustu í Fríkirkjunni við tjörnina í Reykjavík. Þar sem stundin var í tengslum við allra heilagra messu var tekið sérstaklega fram að minnast ætti látinna. Þeirra sem látist hefðu á árinu en jafnframt var guðsþjónustan einnig ætluð þeim sem bara einhvern tíma hefðu misst ástvin og vissu því hvað það væri að syrgja og sakna.
Gagnaverið á Blönduósi. Ljósm: Höskuldur B. Erlingsson
Gagnaverið á Blönduósi. Ljósm: Höskuldur B. Erlingsson
Fréttir | 19. nóvember 2019 - kl. 15:29
Póst- og fjarskiptastofnun hefur samþykkt nýja heildsölugjaldskrá Mílu fyrir 100 Gb/s Hraðbrautir og nýjan tengistað fyrir 100 Gb/s Hraðbraut til gagnavers á Blönduósi. Mánaðarverð fyrir 1 Gb/s og 10 Gb/s Hraðbrautarsambönd sem og stofngjaldið mun haldast óbreytt þar til stofnlínugjaldskrá Mílu verður endurskoðuð næst, að því er segir á vef stofnunarinnar.
Tilkynningar | 19. nóvember 2019 - kl. 15:09
Frá stjórn Jólasjóðsins
Nú fer að líða að jólum og vill Jólasjóðurinn minn á sig. Sjóðurinn hefur fengið styrki frá félagasamtökum, sveitarfélögum og einstaklingum til að aðstoða fjölskyldur og einstaklinga á svæðinu, sem minna mega sín. Þörf fyrir aðstoð á svæðinu hefur aukist frá ári til árs, hefur Félagsþjónustan fært einstaklingum og fjölskyldum inneignarkort sem jólasjóðurinn fjármagnar með styrkjum frá ykkur.
Fréttir | 19. nóvember 2019 - kl. 10:09
Sveitarstjórn Húnaþings vestra vill ekki að land innan marka sveitarfélagsins verði hluti fyrirhugaðs þjóðgarðs á miðhálendinu. Á það bæði við land í beinni eigu þess og þjóðlendur í afréttareign innan marka sveitarfélagsins. Á fundi sveitarstjórnar í síðustu viku var fjallað um tillögu nefndar um stofnun miðhálendisþjóðarðs og tekur sveitarstjórn undir bókun byggðarráðs frá því í ágúst síðastliðnum. Sveitarstjórnin áréttar að samkvæmt lögum sé skipulagsvald, þ.e. vinnsla og samþykkt svæðis-, aðal- og deiliskipulags í höndum sveitarfélaga.
Fréttir | 19. nóvember 2019 - kl. 09:54
Listamennirnir í Textíllistamiðstöðinni í Kvennaskólanum á Blönduósi halda opið hús á föstudaginn 22. nóvember frá klukkan 16:00-19:30 og laugardaginn 23. nóvember frá klukkan 10:00-12:00. Listamennirnir eru: Cindy Weil, USA, Deborah Gray, Scotland, Elizabeth Schweizer, USA, Marled Mader, Germany, Minne de Lange, Netherlands, My Kirsten Dammand, Sweden, Sigrid Mullenhoff, Germany, Sofie Karlsson, Sweden.
Fréttir | 19. nóvember 2019 - kl. 09:42
Boðið verður upp á Powerjóga í norðursal Íþróttamiðstöðvarinnar á Blönduósi. Um er að ræða fjögur skipti og er fyrsti tíminn á miðvikudaginn klukkan 18:15-19:00. Hver tími kostar 2.000 krónur. Klassískar jógaæfingar fyrir byrjendur og lengra komna. Þarf engan grunn í jóga en tímarnir eru hugsaðir fyrir þá sem eru í sæmilegu eða góðu formi.
 
Prenta Prenta  
 
 
Húsfrúin
09. ágúst 2019
Aldurssmánun samtímans
Margrét S. Björnsdóttir skrifaði áhugaverða grein á visir.is fyrr á þessu ári þar sem hún talar um aldurssmánun samtímans. Í greinninni fjallar hún um mestu sóun okkar, sóun á reynsluþekkingu. Lítil samfélög hafa ekki efni á að sóa áratuga reynsluþekkingu þeirra sem eldri eru.
::Lesa
Spaugið
28. október 2019
Farandverkamaðurinn
Farandverkamaður í Neskaupstað fékk tölvupóst frá kærustu sinni í Reykjavík sem hljóðaði svona: Kæri Jón. Ég get bara ekki lengur verið með þér. Fjarlægðin er bara allt of mikil.
::Lesa
©2019 Húnahorniđ