Fréttir | 05. nóvember 2019 - kl. 11:30
Selasetrið fær evrópsk verðlaun

Selasetur Íslands á Hvammstanga hlaut fyrstu verðlaun Evrópusamtaka fyrirtækja og þjónustuaðila í menningartengdri ferðaþjónustu (ECTN) í síðustu viku. Samtökin veita árlega viðurkenningar í nokkrum flokkum og hlaut Selasetrið verðlaunin ásamt Batanaumhverfisssafninu í Króatíu í flokki óáþreifanlegrar arfleifðar. Sagt er frá þessu í Morgunblaðinu í dag. Rætt er við Sigurð Líndal Þórisson, framkvæmdastjóra Selasetursins og segir hann að viðurkenning sem þessi skipti mikli máli fyrir starfsemina og starfsmenn séu stolti af þessum árangri.

„Raunverulega snýst viðurkenningin ekki síst um þá hugmynd heimafólks að setja á stofn selasetur. Starfsemin er rekin í þágu samfélagsins á svæðinu og í þágu vísindanna og við höfum ávinning samfélagsins að leiðarljósi,“ segir Sigurður. Hann var í gær staddur á ferðakaupstefnu í London og sagði að margir kæmu til hans, klöppuðu honum á bakið og óskuðu til hamingju með verðlaunin.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga