Fréttir | 06. nóvember 2019 - kl. 21:05
Uppskeruhátíð hestamanna í Húnaþingi vestra

Uppskeruhátíð Þyts og Hrossaræktarsamtaka Húnaþings vestra verður haldin á laugardaginn, 9. nóvember, í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Á hátíðinni verður ræktunarbú ársins valið en tilnefnd eru: Bessastaðir, Efri-Þverá, Grafarkot, Höfðabakki og Lækjamót. Hátíðin hefst klukkan 20 en húsið opnar hálftíma fyrr. Í boði er gómsætur matur að hætti Þórhalls Magnúsar Sverrissonar, frábær skemmtun og dansleikur með strákunum úr Kókos og Hrafnhildi Ýr.

Miðasala er til og með morgundeginum í Söluskálanum (sjoppunni) og einungis hægt að borga með reiðufé. Miðaverð er 7.900 krónur. Hægt er að kaupa miða á dansleikinn eingöngu sem hefst klukkan 23 og kostar hann 2.500 krónur. Hægt verður að borga fyrir ósótta miða við inngang Félagsheimilisins á hátíðinni sjálfri.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga