Fréttir | 07. nóvember 2019 - kl. 11:18
Hrútafundir BHS

Eins og venja er á þessum árstíma standa búnaðarsamböndin vítt og breitt um landið fyrir kynningarfundum í kjölfar útgáfu á nýrri hrútaskrá í samstarfi við Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins. Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda heldur þrjá fundi dagana 21. og 22. nóvember næstkomandi, á Ströndum, í Miðfirði og á Blönduósi. Aðal umfjöllunarefnið er kynning á hrútakosti sæðingastöðvanna en auk þess eru fundirnir góður vettvangur til að ræða ræktunarstarfið í sauðfjárræktinni.

Fundir BHS í nóvember:

Sævangur, Ströndum, fimmtudagurinn 21. nóvember klukkan 13:30.

Ásbyrgi, Miðfirði, fimmtudagurinn 21. nóvember klukkan 20:00.

Salur BHS Húnabraut 13 á Blönduósi, föstudagurinn 22. nóvember klukkan 13:30.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga