Fréttir | 13. nóvember 2019 - kl. 21:34
Nes vill samstarf við Skagaströnd um þróun listamiðstöðvarinnar

Nes listamiðstöð á Skagaströnd hefur óskað eftir samstarfi við sveitarfélagið um þróun listamiðstöðvarinnar og hliðargreinar tengdum henni. Erindi þess efnis var lagt fram á fundi sveitarstjórnar Skagastrandar í dag. Óskað er eftir því við sveitarstjórn að skipaður verði starfshópur í samstarfi við stjórn listamiðstöðvarinnar og að gert verði ráð fyrir kostnaði vegna ráðgjafavinnu vegna verkefnisins við gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn ræddi erindið á fundi sínum í dag og tók vel í það en taldi ekki forsendur til þess að verða við beiðninni er varðar kostnað við ráðgjafavinnu. Taldi hún þó tækt að taka þátt í slíku samvinnuverkefni ef Nes listamiðstöð getur aflað styrkja fyrir hluta af verkefninu. Sveitarstjóra var falið að ræða við forsvarsmenn listamiðstöðvarinnar um málefnið.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga