Tilkynningar | 02. desember 2019 - kl. 08:58
Frá Skíðadeild Tindastóls

Þá fer að styttast í skíða- og brettatímabilið hjá okkur. Hress og skemmtileg börn hafa verið í kennslu og æfingum hjá okkur síðustu ár og okkur langar líka til að fá öll hin skemmtilegu börnin með okkur sem að ekki hafa mætt. Við ætlum að hittast upp á skíðasvæði 14. desember klukkan 14:00 Heitt kakó og piparkökur og vonandi snjór í fjallinu til að geta alla vega rennt sér nokkrar ferðir á snjóþotu, enn þá betra ef við kæmumst á skíði.

Þannig að þau börn sem vilja koma og sjá hvað við erum að gera og hitta skíðakrakkana endilega komið til okkar í fjallið og spjallið.

Ömmur, afar, mömmur og pabbar drífið ykkur með, verðum með fullorðinskennslu í vetur ef áhugi er, hvort sem það er einstaklings- eða hópakennsla.

Hlökkum til að sjá ykkur
Helga og Snjólaug

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga