Frá hálendi Ãslands.
Frá hálendi Ãslands.
Fréttir | 03. desember 2019 - kl. 11:16
Margar athugasemdir við áform um hálendisþjóðgarð

Byggðarráð Húnaþings vestra hvetur stjórnvöld eindregið til þess að leggja til hliðar fyrirliggjandi áform um lagasetningu vegna stofnunar þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Ráðið bendir á að fjölmörg sveitarfélög hafa gert verulegar athugasemdir við eða hafnað alfarið framkomnum tillögum nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu, sem kynntar hafa verið í samráðsgátt stjórnvalda. Þetta kemur fram í bókun byggðaráðs frá fundi þess í gær þegar rædd voru áform um frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð.

Í bókuninni ítrekar byggðaráð að samkvæmt lögum er skipulagsvald, þ.e. vinnsla og samþykkt svæðis- aðal- og deiliskipulags á höndum sveitarfélaga. Það er því ekki í verkahring ráðherraskipaðar nefndar, ráðherra eða Alþingis að hafa með beinum hætti áhrif á skipulag sveitarfélaga með því að gera tillögu að legu þjóðgarðs á miðhálendinu innan marka þeirra.

Þá leggur byggðarráðið áherslu á að hugmyndir um stofnun eins heildstæðs þjóðgarðs á miðhálendi Íslands geti ekki raungerst nema í víðtækri sátt við sveitarfélögin í landinu. 

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga