Af www.vedur.is
Af www.vedur.is
Fréttir | 10. desember 2019 - kl. 09:06
Norðan ofsaveðri og stórhríð spáð

Aftakaveðri er spáð víða á landinu í dag og á morgun. Fólk er hvatt til að fylgjast vel með veðurspám og viðvörunum sem er í gangi. Rauð viðvörun gildir fyrir Strandir og Norðurland vestra. Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir aðra landshluta. Skólahald liggur niðri í Húnavatnssýslum og mörg fyrirtæki og stofnanir hafa ákveðið að hafa lokað í dag, jafnvel á morgun líka.

Samkvæmt Veðurstofunni er appelsínugul viðvörun í gangi til klukkan 17 í dag en þá tekur við rauð viðvörun til 01:00 eftir miðnætti. Á morgun er svo appelsínugul viðvörun í gangi til klukkan 14:00. Fylgist vel með hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga