Snjómoksturstæki að störfum. Ljósm: Höskuldur B. Erlingsson.
Snjómoksturstæki að störfum. Ljósm: Höskuldur B. Erlingsson.
Húnabrautin á Blönduósi mokuð. Ljósm: Höskuldur B. Erlingsson.
Húnabrautin á Blönduósi mokuð. Ljósm: Höskuldur B. Erlingsson.
Fréttir | 12. desember 2019 - kl. 10:19
Unnið að hreinsun vega

Samkvæmt Vegagerðinni eru láglendisvegir í Húnavatnssýslum að opnast en ennþá er ófært eða lokað á flestum fjallavegum og unnið að hreinsun. Vatnsskarð er lokað en unnið að hreinsun. Þverárfjall er lokað. Holtavörðuheiði er opin. Þá liggur allt skólahald niðri á Skagaströnd og í Húnavatnshreppi í dag. Unnið er að snjómokstri innanbæjar á Hvammstanga, Blönduósi og Skagaströnd. Vindur blæs nú að norðaustan 10-18 m/s og éljagangur. Frost er frá 1 til 7 stigum. Draga á úr vindi síðdegis.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga