Fyrri mynd
Nćsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Húnahornið
Open Menu Close Menu
Húnahornið
Laugardagur, 8. ágúst 2020
NV  6 m/s
C
Olís
huni.is - RSS-efnisveita
 
Ágúst 2020
SMÞMFL
2627282930311
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
303112345
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands
Blönduós 00:00 NV 6  6°C
Þverárfjall 00:00 VNV 6  3°C
Vatnsskarð 00:00 V 5  3°C
Brúsastaðir 00:00 NV 4  6°C
Haugur 00:00 VNV 3  6°C
Holtavörðuh 00:00 NV 4  4°C
Laxárdalshe 00:00 VSV 4  4°C
Reykir í Hr 23:00 N 2  7°C
Reykjavík 00:00 V 4  7°C
Akureyri - 00:00 SSA 3  12°C
Egilsstaðaf 00:00 S 5  10°C
Vegagerðin
Holtavörðuh. 00:10 NNV 3 4°C
Laxárdalsh. 00:10 VSV 4 5°C
Vatnsskarð 00:10 V 6 4°C
Þverárfjall 00:10 VNV 7 3°C
Kjalarnes 00:10 V 5 8°C
Hafnarfjall 00:10 VNV 4 8°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
21. júní 2020
Menningin nærir, huggar og kætir
Mikið dáist ég að nágrönnum okkar í Húnaþingi vestra. Nú er nýjasta afrek þeirra í menningarmálum uppbygging á hljóðveri og hugsanlega kvikmyndaveri í hótelinu á Laugarbakka.
::Lesa

SSNV

Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
07. ágúst 2020
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. ágúst 2020
Eftir Guðjón S. Brjánsson
29. júlí 2020
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
23. júlí 2020
Eftir Lárus Ægi Guðmundsson
20. júlí 2020
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
08. júlí 2020
Eftir Guðjón S. Brjánsson
01. júlí 2020
Bessastaðir. Barrow: A visit to Iceland London 1835
Bessastaðir. Barrow: A visit to Iceland London 1835
Pistlar | 07. janúar 2020 - kl. 10:12
Stökuspjall: Úti fyrir Álftanesi – ofurlítil dugga
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

„Sveinbjörn var lítill og grannvaxinn, fimur frekar en sterkur og frægar eru lýsingar á stangarstökki hans yfir mýrina frá Eyvindarstöðum til Bessastaða. Hann var ágætt skáld, þótt hann hafi einungis sinnt því í hjáverkum og ort mest um og fyrir börn sín, t.d. hinar alþekktu vísur Fljúga hvítu fiðrildin og Fuglinn segir bí, bí, bí og sérhver Íslendingur þekkir þýðingu hans á jólasálminum Heims um ból. Sveinbjörn var einnig tónelskur og spilaði á flautu.“ Þannig kynnir Páll Valsson þennan kennara og meistara Jóns Árnasonar, Sveinbjörn Egilsson, kennara við Bessastaðaskóla sem varð skólameistari eftir að skólinn fluttist til Reykjavíkur og var þá kallaður Lærði skóli.

„Sú mynd af Sveinbirni sem birtist manni í bréfum hans er af ákaflega gæflyndum manni, ástríkum í garð síns fólks og sanngjörnum í hvívetna, jafnvel í garð sinna gagnrýnenda og ekki síst var SE mjög skemmtilegur húmoristi. Þá fer hann vitaskuld afar vel með mál og er frábær stílisti“ heldur Páll áfram að lýsa þessum meistara tungunnar, en hér birtist vísa sem ekki er vert að láta burt segir höfundurinn:

Þetta birtir bragarskort
blómaskert og heldur þurrt
það er stirt og illa ort
ekki vert að láta burt. SvE

Aðra yrkir hann um kú í Skerjafirði:

Árferð var afarhörð
ísaði freðinn grassvörð
alin var við bein börð
beljan við Skerjafjörð. SvE

Og elsta barnið, dóttirin Þuríður, hefur kannski verið dottin í bóklestur:

Þó ég kalli þrátt til þín
þú kannt ekki heyra:
Þuríður, Þuríður, Þuríður mín
þykkt er á þér eyra.  SvE

Jón Árnason þjóðsagnasafnari varð heimiliskennari hjá þeim hjónum Helgu og Sveinbirni Egilssyni á Eyvindarstöðum eftir að hann útskrifaðist úr Bessastaðaskóla. Í manntalinu 1845 er JÁ talinn með heimilisfólkinu á Eyvindarstöðum og barnahópi sem hann hefur starf við að kenna og tengist enn frekar er Sveinbjörn rektor lést 1852 en Helga kona hans nokkru síðar.

Í manntalinu 1840 tilheyra Þuríður 17 ára og Benedikt Gröndal 14 enn heimilinu á Eyvindarstöðum, elstu börn hjónanna en hún giftist einum skólapiltanna úr Bessastaðaskóla, þau flytja vestur í Flatey, verður frú Kúld, en Benedikt á eftir að semja mörg ljóð, komast í flokk þjóðskálda, teikna undursamlegar myndir og skrifa Heljarslóðarorrustu.

Þórbergur skrifar um Þuríði í ævisögu séra Árna, greinir frá ástarmálum hennar og  Snorra skólapilts á Bessastöðum og miðanum sem Þuríður varpaði út um gluggann með ástarjátningu til hans og hvernig móðir hennar og Snorri sjálfur hvöttu hana til að taka bónorði Eiríks Kúld, sem hafði góð efni að bjóða henni, reisti þeim mikið og vandað timburhús í Flatey, flutti það síðan yfir í Helgafellssveit og síðast til Stykkishólms og var þar kallað Prófastshúsið.

Þuríður gekkst fyrir því að Breiðfirðingurinn Matthías Jochumsson, sem var í vinnumennsku í Flatey, kæmist til mennta og telur séra Árni vafasamt að MJ hefði komist hærra en að verða lipur alþýðuhagyrðingur, „ef forlögin hefðu ekki beint frú Þuríði Kúld þangað vestur. Þar stendur Ísland í meiri þakkarskuld við dóttur Sveinbjarnar Egilssonar en nokkurn annan Íslending.  En ekki minnist ég þess, að landar sýndu henni það í einu eða neinu þegar nauður hennar var mestur og Matthías orðinn frægur.“

Um Matthías og Þuríði skrifaði Þórunn Erlu Valdimarsdóttir bókina Upp á Sigurhæðir og vitnar þar í meitlaða lýsingu Steingríms J. Þorsteinssonar bókmenntafræðings af prófastsfrúnni:„Frú Þuríður Kúld var gáfuð og mikilhæf, stórmannleg og gustmikil, glys- og gleðikona í meira lagi, kenjótt og keipótt og örskiptakona um skapsmuni.“

Matthías orti eftir hana hjartnæmt erfiljóð:

6. Allt í einu sá eg svanna:
sú var björt og stolt á brá,
ennið fránt sem faldur hranna,
fagur roði kinnum á.
Aðalslegri augum snót
aldrei leit á hjörvabrjót;
ekkert gróm þau augu blekkti:
allt mitt gull hún sá og þekkti.

7. Það var hún, sem gefins greiddi
götu mína raunum frá
hún, sem fyrstu blómin breiddi
brautu minnar listar á — MJ

Heimildir og tengdar síður:
Páll Valsson: Jónas Hallgrímsson Ævisaga
Þórunn Erlu Valdimarsdóttir: Upp á Sigurhæðir
Þjóðsagnahandrit JÁ: https://landsbokasafn.is/index.php?
Landsbókasafn: https://landsbokasafn.is/
Jón Árnason og nokkrar þjóðsögur: http://stikill.123.is/blog/2016/08/16/753120/
Sv. Egilsson: https://is.wikipedia.org/wiki/Sveinbj%C3%B6rn_Egilsson?fbclid=IwAR0K1VmH5eq-FEgJEUDKzg87H2wLDUCZbmBIcM7mFggcC6-UlH9PaRFfCw8
Sveinbjörn Egilsson – 100 ár – Lesbók Mbl.: https://timarit.is/page/3280407?iabr=on#page/n0/mode/2up
Þuríður Kúld: https://bragi.mmagnusson.net/ljod.php?ID=739
Þuríður Sveinbjörnsdóttir Kúld: https://www.arnastofnun.is/is/greinar/barattan-um-tungumalid-gledikonur-gledimenn-og-annad-folk

Ingi Heiðmar Jónsson

Höf. rzg
Fréttir | 07. ágúst 2020 - kl. 12:06
Matarhátíðin Réttir Food Festival verður haldin á Norðurlandi vestra dagana 14.-23. ágúst næstkomandi. Þessa tíu daga verður mikið um dýrðir með fjölbreyttum og skemmtilegum uppákomum og veitingastaðir og framleiðendur á öllu svæðinu bjóða gestum sínum upp á ógleymanlega upplifun í mat og drykk, eins og segir á vef hátíðarinnar.
Glaðheimar
Fréttir | 07. ágúst 2020 - kl. 10:09
Útsvarstekjur sveitarfélaga hækkuðu hlutfallslega mest á Norðurlandi vestra síðustu sex mánuði frá sama tímabili í fyrra í samanburði við aðra landshluta. Tekjur einstakra sveitarfélaga sveifluðust mismikið til hækkunar og lækkunar. Þannig lækkuðu útvarstekjur Skagabyggðar um 15,5% sem er mesta lækkun á landinu öllu. Samanlagðar útsvarstekjur hjá sveitarfélögunum í Húnavatnssýslum hækkuðu um 9,5% en um 2,3% ef tekur allra sveitarfélaga í landshlutanum er skoðaðar.
Landlæknisembættið
Sauðaneshús á Langanesi. Ljósm: northiceland.is
Sauðaneshús á Langanesi. Ljósm: northiceland.is
Pistlar | 07. ágúst 2020 - kl. 08:06
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
Hann var elstur alsystkina sinna, hét fullu nafni Brynjólfur Þorsteinn f. 1865, d. 1921, næstur var Snæbjörn f. 1867, Óvína f. 1868, Valgerður Magnea f. 1870, Jóhanna f. 1872, Margrét Rannveig f. 1873, Halldóra f. 1876, Kristjana Sigríður f. 1879. Dóttir Arnljóts og Ingibjargar Jónassen var Jóhanna Hendrika f. 1862.
Norðurland vestra
Norðurland vestra
Fréttir | 06. ágúst 2020 - kl. 10:36
Engin breyting hefur orðið á fjölda íbúa á Norðurlandi vestra í júlí en talsverðar breytingar eru innan einstakra sveitarfélaga. Þannig fjölgaði íbúum Skagastrandar um 12 en fækkaði um 10 á Blönduósi. Fjöldi íbúa í landshlutanum var 7.425 1. ágúst síðastliðinn sem er sami fjöldi og 1. júlí. Flestir búa í Sveitarfélaginu Skagafirði eða 4.100 og en þar fækkaði um þrjá milli mánaða.
Fréttir | 05. ágúst 2020 - kl. 11:59
Einn er í einangrun á Norðurlandi vestra vegna kórónuveirusmits og tíu eru í sóttkví í landshlutanum. Þetta kemur fram á covid.is. Níu kórónuveirusmit greindust innanlands síðasta sólarhring, öll á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Á landinu öllu eru 91 í einangrun með virk smit og 746 í sóttkví. Enginn er á sjúkrahúsi vegna kórónuveirusmits. Smit eru í öllum landshlutum.
Tilkynningar | 04. ágúst 2020 - kl. 13:34
SAH Afurðir ehf. óskar eftir starfsmönnum fyrir komandi sláturtíð. Ýmis störf eru í boði, vinna á sláturlínu, pokun, pökkun og fleira. Umsóknarfrestur er til og með 15. ágúst næstkomandi. Nánari upplýsingar veitir Gunnhildur Þórmundsdóttir í síma 455 2200 eða á netfanginu gunnhildur@sahun.is - móttaka umsókna er á sama netfang.
Tilkynningar | 04. ágúst 2020 - kl. 10:07
Tilkynning
Samkvæmt aðgerðaáætlun Félags- og skólaþjónustunnar A-Hún. vegna COVID-19 hafa verið settar takmarkanir á aðgengi að Félags- og skólaþjónustunni. Allir þjónustuþættir eru virkir, þ.e. félags- og skólaþjónusta, barnavernd, þjónusta við aldraða sem og grunnþjónusta sveitarfélaganna sem er undir verkstjórn og ábyrgð Félags- og skólaþjónustunnar, þ.e. skipulag félagslegrar heimaþjónustu og liðveisla.
Fréttir | 02. ágúst 2020 - kl. 10:08
Sameiginlegt lið Kormáks og Hvatar vann sannfærandi sigur á lið SR á miðvikudaginn þegar leikið var í 8. umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu karla 4. deild B riðli. Leikurinn fór fram á Blönduósvelli og endaði 4-2 fyrir heimamenn. Hilmar Þór Kárason skoraði tvívegis í leiknum og Ingvi Rafn Ingvarsson og Oliver James Kelaart Torres skoruðu sitt markið hvor. Hilmar Þór og Oliver James er á meðal markahæstu manna í B riðli.
Sameining A-Hún
Ljósm: Sr. Ágúst Sigurðsson
Ljósm: Sr. Ágúst Sigurðsson
Pistlar | 02. ágúst 2020 - kl. 09:00
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
Ekki eru allir prestar skáld en margir þeirra sinna fleiri ritstörfum en að semja ræðu fyrir næsta sunnudag. Einn sá snjallasti - í skáldaröð - var Bæsár-Jón, sveitungi Jónasar Hallgrímssonar og sr. Ágústs Sigurðssonar á Mælifelli/Prestbakka. Jón Þorláksson á Bægisá var fæddur 1744, Jónas 1807, sr. Ágúst á fyrri hluta síðustu aldar en faðir hans, Sigurður vígslubiskup á Möðruvöllum, hafði safnað efni til ævisögu Jóns.
Fréttir | 31. júlí 2020 - kl. 13:19
Íþróttamiðstöðin á Blönduósi hefur gripið til aðgerða vegna hertra sóttvarnarreglna. Gestafjöldi er nú takmarkaður við 100 manns en börn fædd 2005 og síðar eru undanskilin. Þó að fjöldi sé takmarkaður við 100 þá getur sá fjöldi aldrei verið á sundlaugarsvæðinu vegna tveggja metra reglunnar, segir í tilkynningu.
Fréttir | 31. júlí 2020 - kl. 12:58
Aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra hefur rætt við umsjónarmenn tjaldsvæða í umdæminu vegna hertra sóttvarnarreglna sem tóku gildi á hádegi og segir í tilkynningu að allir séu þeir jákvæðir og tilbúnir til að takast á við verkefnið. Vegfarendur um umdæmið eru hvattir til að kynna sér hvort laust pláss sé til staðar á tjaldsvæðum áður en lagt er af stað í ferðalag um helgina.
Fréttir | 31. júlí 2020 - kl. 12:38
Verkefni Sumarleikhúss æskunnar í ár er uppsetning, í styttri leikgerð, á verki William Shakespeare, Jónsmessunæturdraumur. Sumarleikhúsið er verkefni á vegum Handbendi brúðuleikhúss á Hvammstanga og stjórnandi þess, Greta Clough, sér um leikstjórn og Arnar Hrólfsson er aðstoðarleikstjóri. Sýningin verður í Félagsheimili Hvammstanga 15. ágúst klukkan 19.
Lax úr Miðfjarðará. Ljósm: FB/midfjardaralodge
Lax úr Miðfjarðará. Ljósm: FB/midfjardaralodge
Fréttir | 31. júlí 2020 - kl. 12:13
Laxveiði í húnvetnskum laxveiðiám er dræm eins og víðast hvar á landinu. Hún er þó í flestum tilfellum skárri en í fyrra. Mest af laxi hefur veiðst í Miðfjarðará eða 729 laxar og skilaði vikuveiðin 189 löxum. Um svipað leyti í fyrra höfðust veiðst 647 laxar í ánni en árið 2018 voru þeir orðnir 1.422 talsins. Miðfjarðará er nú í fjórða sæti lista Landssambands veiðifélaga yfir 75 aflahæstu ár landsins. Engin önnur húnvetnsk á kemst í tíu efstu sætin og er af sem áður var.
Hamarsbúð
Hamarsbúð
Tilkynningar | 31. júlí 2020 - kl. 11:44
Árlegu kaffihlaðborði Húsfreyjanna í Hamarsbúð um verslunarmannahelgina hefur verið aflýst vegna hertra sóttvarnarreglna. Húsfreyjunum þykir miður að þurfa að fresta kaffinu en þær vilja virða sóttvarnarreglur í hvívetna og hvetja aðra til þess að gera slíkt hið sama, enda sé það öllum fyrir bestu.
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 
Húsfrúin
04. febrúar 2020
Róbinson Krúsó meðferðin
Við getum flest verið sammála um að jákvæð hugsun sé forsenda þess að samþykkja það að jákvæðni auki líkurnar á skilningi og að skilningur sé ein helsta breytan í góðum mannlegum samskiptum.
::Lesa
Spaugið
04. febrúar 2020
Sherlock og Watson
Sherlock Holmes og Dr. Watson fóru í útilegu. Eftir að hafa gætt sér á góðum mat og drukkið flösku af víni, bjuggu þeir um sig og fóru að sofa.
::Lesa

©2020 Húnahornið