Mynd af vef RARIK.
Mynd af vef RARIK.
Fréttir | 14. janúar 2020 - kl. 11:20
Rafmagn fór af Húnavallalínu

Rafmagn fór af Húnavallalínu í morgun og varð rafmagnlaust á Húnavöllum og í Svínadal að vestanverðu. Rafmagn komst aftur á klukkan 10:45. Samkvæmt upplýsingum frá Rarik er talið að samsláttur hafi orðið á línunum. Hitaveita á svæðinu er drifin með rafmagni og var hitaveitudælum komið yfir á varaafl á meðan rafmagnslaust varð. Leiðindaveður er í Húnaþingi og appelsínugul viðvörun í gangi fram á nótt. Allt skólahald liggur niðri í Húnavatnssýslum í dag.

Holtavörðuheiði er lokuð. Vatnsskarð er lokað. Þverárfjall er lokað. Öxnadalsheiði er lokuð.

Fylgist vel með veðri á vef Veðurstofu Íslands og með færð á vegum hjá Vegagerðinni.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga