Fréttir | 15. janúar 2020 - kl. 11:38
Kirkjustarf Skagastrandarprestakalls 2020 hefst með messu 26. janúar

Kirkjustarf Skagastrandarprestakalls árið 2020 hefst með messu í Hólaneskirkju sunnudaginn 26. janúar næstkomandi klukkan 11. Í henni sameinast kynslóðir í lofgjörð og bæn. Kór Hólaneskirkju syngur og sunnudagaskólabörnin og söfnuðurinn lætur heldur ekki sitt eftir liggja að taka undir í söng. Organistinn Hugrún Sif spilar undir og Bryndís prestur þjónar fyrir altari og predikar. Gengið verður til altaris. Eftir stundina er boðið upp á veitingar og föndur á kirkjuloftinu.

Sunnudagaskóli er alla sunnudaga klukkan 11, nema sunnudaginn 9. febrúar. TTT – starf er fyrir börn, tíu til tólf ára, á mánudögum klukkan 14-15. Fermingarfræðsla hefst miðvikudaginn 29. janúar klukkan 15-16:30. Prestur kemur í heimsókn í Sæborg á miðvikudögum klukkan 11.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga