Hrognkelsi. Ljósm: biopol.is.
Hrognkelsi. Ljósm: biopol.is.
Fréttir | 16. janúar 2020 - kl. 16:09
Hrognkelsaveiðar gætu lagst af

Sveitarfélagið Skagaströnd hvetur sjávarútvegsráðherra til þess að taka reglugerð um hrognkelsaveiðar 2020 til gagngerrar endurskoðunar. Sveitarfélagið lýsir jafnframt yfir mikilli andstöðu við drög að reglugerðinni sem finna má í Samráðsgátt stjórnvalda. Á fundi sveitarstjórnar í gær urðu umræður um drögin og telur sveitarfélagið að ef reglugerðin verði samþykki muni veiðarnar að mestu leyti leggjast af.

Sveitarfélagið telur einnig að mikil hætta sé á að þeir sem haldi áfram veiðum muni reyna að gera það einir á bátum sínum. Slíkt sé langt frá því að vera skynsamlegt og geti ógnað lífi sjómanna.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga