Mynd: vedur.is
Mynd: vedur.is
Fréttir | 20. janúar 2020 - kl. 09:11
Gul viðvörun í dag

Búast má við hvassviðri eða stormi á Norðurlandi vestra í dag með vindhraða á bilinu 15-23 metra á sekúndu og er gulviðvörun í gangi frá klukkan 11 og fram yfir miðnætti. Gert er ráð fyrir talsverðum éljagangi með skafrenningi og lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar, einkum fjallvegum. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.

Sjá nánar á vef Veðurstofu Íslands. Þar kemur fram að gular viðvaranir eru í gildi í dag á nokkrum landsvæðum og að órólegt veður verði á landinu á næstunni.

Sjóþekja eða hálka er á flestum vegum og Norðurlandi og þæfingsfærð er á Öxnadalsheiðinni.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga