Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Föstudagur, 19. apríl 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Apríl 2024
SMÞMFL
31123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
2829301234
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 06:42 0 0°C
Laxárdalsh. 06:42 0 0°C
Vatnsskarð 06:42 0 0°C
Þverárfjall 06:42 0 0°C
Kjalarnes 06:42 0 0°C
Hafnarfjall 06:42 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
13. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
07. apríl 2024
72. þáttur. Eftir Jón Torfason
07. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
27. mars 2024
71. þáttur. Eftir Jón Torfason
24. mars 2024
Pistlar | 22. janúar 2020 - kl. 21:23
Hugsað.....Hugsað upphátt
Eftir Gunnar Rúnar Kristjánsson

Ég hef í gegnum árin oft hugsað um afhverju sveitarfélög í Austur-Húnavatnssýslu væru ekki löngu búin að sameinast.

Það gladdi mig mjög í sumarlok 2017 að lesa yfirlýsingar frá sveitarfélögunum fjórum, sem samþykktar voru í sveitarstjórnum, að stofna nefnd er hefði það að markmiði að sameina Austur-Húnavatnssýslu í eitt sveitarfélag. Orðalag hverrar tillögu sem samþykktar voru á sveitarstjórnar- og bæjarstjórnarfundum man ég ekki en inntakið var sameining sveitarfélagana.

Sameiningarnefndin tók til starfa og unnið var mjög ötullega í málinu fyrstu fjóra mánuði ársins 2018. Ráðgjafarfyrirtækið Ráðrík ehf. var ráðið til verksins. Ráðrík hélt fundi með sameiningarnefnd og framkvæmdarráði hennar svo og félagasamtökum. Ráðrík heimsótti fyrirtæki og stofnanir á svæðinu, vann úr gögnum frá sveitarfélögunum sem og öðrum opinberum aðilum. Áfangaskýrslu var skilað til sameiningarnefndar 1. mars 2018. Ráðrík stóð í apríl fyrir fjórum fundum með íbúum sveitarfélaganna þar sem fram hvað skipti mestu fyrir íbúa A-Hún.

Svo var kosið til sveitarstjórnarkosninga. Í undanfara þeirra fannst mér lítið eða ekkert koma fram á framboðslistum um þeirra stefnu til sameiningar. Því var jafnvel haldið fram að kosningarnar snerust ekki um sameiningarmál. Eftir kosningarnar datt allt í dúnalogn. Nýjar sveitarstjórnir völdu sér fulltrúa í sameingarnefnd sem hélt sinn fyrsta fund 1. október, þar sem kosinn var formaður, varformaður og ritari. Á fundinum kynnti Guðný frá Ráðrík niðurstöður þeirrar vinnu. „Nokkrir fundarmenn tóku til máls undir þessum lið og lýstu afstöðu sinni til verkefnisins. Meðal annars kom fram að fundarmönnum finnst vantar heildar framtíðarsýn fyrir svæðið og að íbúar vita að hverju þeir ganga. Vinna þarf samfélagssáttmála fyrir svæðið áður en kosið er um sameiningu. Ennfremur þarf það að liggja fyrirhvernig ríkisvaldið ætlar að koma á móts við sveitarfélög sem eru að huga að sameiningu.[1]

Fundarmennirnir sem tóku til máls eru ekki nafngreindir. Mér finnst að þeir hafi ekki verið búnir að kynna sér vinnu Ráðríks áður en þeir létu þetta út úr sér. Hver leggur fram heildar framtíðaryfirsýn fyrir svæðið? Eru það ekki fulltrúar í sameingarnefnd og fulltrúar í sveitarstjórnum? Það er forvitnilegt að bera saman vinnubrögð við sameiningu sveitrfélaga sem hóf vinnu í lok árs 2018 við vinnubrögð vegna sameiningar sveitarfélaganna í A-Hún.

Á Austurlandi varð lögð fram spurningarkönnun í sveitarfélögunum sex sem vinna saman að félagsþjónustu og brunavörnum, þ.e. Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshrepps, Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Vopnafjarðarhrepps. Fjögur sveitarfélög sýndu áhuga á að kanna kosti og galla sameiningar. Það er ekki annað að sjá en vinnan hafi farið strax af stað og unnið hefur verið ötulega af því síðan. Kosin var samstarfsnefnd á grundvelli 119. gr. Sveitarstjórnunarlaga.[2]

Með verkefnastjórn fór samstarfsnefndinn en hún réði til sín verkefnastjóra þá Róbert Ragnarsson og Pál Björgvin Guðmundsson (RR ráðgjöf). Skipaðir voru starfshópar utan um tiltekin verkefni, Fjármál og stjórnsýsla, Fræðslu- og félagsmál, Umhverfis- og skipulagsmál, Menningarmál, Íþrótta- og tómstundamál, Eignir, veitur og B hluta fyrirtæki, Atvinnulíf, innviðir og byggðaþróun. Í starfhópunum störfuðu aðalega starfsmenn sveitarfélaganna en einnig var áhugasömum  íbúum gefin kostur á að vinna með hópunum.

Samráðsnefndinn hélt sinn síðasta fund 1. október 2019. Gengið var til kosninga 26. október 2019 þar sem sameiningin var samþykkt í öllum sveitarfélögunum fjórum. Kosið verður til nýrrar sveitarstjórnar í apríl eftir páska á yfirstandandi ári. Ég bendi öllum að kynna sér efni heimasíðu sameiningar á Austurlandi www.svausturland.is.

Til er málsháttur (að ég held) sem segir „góðir hlutir gerast hægt“. Það er líka þekkt að mál, góð eða slæm, eigi það til að sofna í nefndum. Ég hef heyrt frá nokkrum aðilum að mál eins og sameining sveitarfélaga verði að vinna hratt annars er hætt við að áhugi þeirra sem vinna í verkefninu dofni, hlutir geta gleymst og vinnan farið fyrir ofan garð og neðan.

Ef við hverfum aftur til vinnubragða í A-Hún verður ekki séð annað en vinna er lögst í dvala skv. fundargerðum Samráðsnefndar og Framkvæmdaráðs. Það rifjast upp fyrir mér að í hádegisfréttum á annan dag jóla 2018 hafi Þorleifur Ingvarsson, formaður Sameiningarnefndar, sagt að útspil stjórnvalda geti haft úrslitaáhrif um hvort að sameingu verður eður ei. Þorleifur vill nú að stjórnvöld sýni á spilin og vitnaði til vilja Sigurðar Inga, Sveitarstjórnarráðherra, til fækkunar sveitarfélaga og að jöfnunarsjóður verði notaður til að ná þessu fram á næstu árum. Þá kom fram í fréttinni að Þorleifur telji að ekki verði haldinn fundur í Sameiningarnefndinni fyrr en þessi mál skýrist. Framkvæmdaráð muni vinna í því í janúar (2019) að það fáist við þessu skýr svör um fjárframlög frá Jöfnunarsjóði og að stjórnvöld sýni á spilin. Í viðtali á Rúv í janúar var ekki að heyra að Sigurður Ingi, Sveitastjórnarráðherra, hygðist sýna á spilin eða gefa út reglugerð þar sem fram kæmi breytt hlutverk jöfnunarsjóðs. Heyra mátti greinilega að það var þungt hljóðið í Sigurði Inga.

Næstu skref má lesa í fundargerð Sameiningarnefndar frá 4. feb. 2019 þar sem tekið er fram að ekki verði kosið um sameiningu sveitarfélagana í lok árs 2019. Sameiningarnefndin er sammála um að sameiningarkosningar fari fram 2020 0g í síðasta lagi 2021 þannig að ný sveitarstjórn taki við í eftir almennar sveitastjórnarkosningar 2022 verði sameiningartillagan samþykkt. Á þessum fundi kynntu Guðný og Svanfríður, báðar frá Ráðríku, drög af málefnasamningi og samfélagssáttmála. Mér er ekki kunnugt um að þetta hafi verið gert opinbert en það kann að vera.

Í síðustu fundargerðum frá Framkvæmdaráði frá 7. janúar kemur fátt nýtt fram sem ekki hefur verið tiundað í fyrri fundargerðum. Fundargerðin frá 12. júní greinir frá að boðar hefur verið til auka þings Samtaka íslenskra Sveitarfélaga. Í dag þekkjum við niðurstöðu aukaþingsins þar sem samþykkt var þingsályktunatillaga um stækkun sveitarfélaga þannig að þau verði með 250 íbúa í sveitarstjórnarkosningunum 2022 og 1000 íbúa frá sveitarstjórnarkosningum 2026. Jöfnunarsjóður mun leggja til fjármagn vegna þessarra verkefna.

Skagabyggð er með um 90 íbúa og verður að sameinast öðru sveitarfélagi, eða fjölga íbúm fyrir sveitastjórnarkosningarnar 2022. Takist það ekki verður Skagabyggð „þvingað“ til að sameinast sveitarfélagi sem ákveðið er af Sveitarstjórnarráðuneytinu. Þannig getur Sveitarstjórnarráðuneytið ákveðið að Skagabyggð sameinist Blönduósbæ. Það er ekki ólíklegt að Sveitarstjórnarráðuneytið velji þessa sameiningu því þá verður Blönduósbær með1000 íbúa. Húnavatnshreppur og Skagaströnd verða að leita eftir sameiningu við önnur sveitarfélög fyrir 2026. Þeim nægir ekki að sameinast. Náist ekki að sameinast öðrum sveitarfélögum er líklegt að þau verði sameinuð Blönduósbæ. Það er líka hugsanlegt að Húnavatnshreppur verði sameinaður Húnaþingi vestra.

Síðasti fundur Sameiningarnefndar var haldin 5. desember 2019. Verkefni þess fundar var að velja nýjan formann, en Þorleifur Ingvarsson hafði sagt sig úr nefndinni s.l. sumar. Jón Gíslason, oddviti Húnavatnshrepps, var valinn formaður. Þá var ákveðið að leita eftir samstarfi við RR ráðgjöf og Ráðrík ehf þökkuð unnin störf fyrir nefndina.

Nú þegar liggur fyrir Þingsályktunartillaga um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga, sem verður örugglega samþykkt á alþingi er ekkert til fyrirstöðu að vinda sér í vinnu um sameiningu sveitarfélaganna fjögurra. Ég fullyrði að ef vel er að verki staðið er hægt að kjósa um sameiningu á hausti komanda. Verði tillagan samþykt tel ég réttast að kjósa til nýrrar sveitarstjórnar vorið 2021. Þó svo að sú sveitarstjórn sæti aðeins í eitt ár verður vinnan að sameiningu sveitarfélagana komin af stað.

Hugsað upphátt í uphafi árs
Gunnar Rúnar Kristjánsson
Áhugamaður um sveitarstjórnarmál

  [1] 6. FUNDUR SAMEININGARNEFNDAR A-HÚN

[2] Sveitastjórnarlög nr 138, 28 sept. 2011, XII kafli samein ing sveitarfélaga

Höf. rzg
Helgi Haukur Helgason, framkvæmdastjóri Bríetar og Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra. Mynd. hunathing.is
Helgi Haukur Helgason, framkvæmdastjóri Bríetar og Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra. Mynd. hunathing.is
Fréttir | 18. apríl 2024 - kl. 20:37
Húnaþing vestra og Leigufélagið Bríet hafa undirritað viljayfirlýsingu um uppbyggingu leiguíbúða í Húnaþingi vestra. Í yfirlýsingunni lýsa aðilar yfir vilja til samstarfs um uppbyggingu leiguíbúða í sveitarfélaginu auk þess sem Húnaþing vestra leggur til íbúðir í sinni eigu í gegnum svokölluð yfirtökuverkefni. Viljayfirlýsing þessi kemur til viðbótar samkomulagi sem undirritað var á dögunum milli innviðaráðuneytis, Húnaþings vestra og HMS um uppbyggingu allt að 50 íbúða til sölu og leigu á næstu fimm árum.
Glaðheimar
Mynd. skagastrond.is
Mynd. skagastrond.is
Fréttir | 18. apríl 2024 - kl. 20:23
Árleg kökukeppni Undirheima, sem er félagsmiðstöð fyrir unglinga í Höfðaskóla, var haldin í gærkvöldi. Keppendur voru tólf talsins og voru tveir til þrír saman í hóp. Skreyta þurfti kökurnar á staðnum og höfðu keppendur 60 mínútur til þess að ljúka verkinu. Að því loknu valdi þriggja manna dómnefnd þrjú efstu sætin sem frumlegustu kökuna, besta bragðið og fallegustu kökuna. Að hennar sögn var valið ekki auðvelt. Sagt er frá þessu á vef Skagastrandar.
Lið Grunnskóla Húnaþings vestra. Mynd: FB/Grunnskóli Húnaþings vestra
Lið Grunnskóla Húnaþings vestra. Mynd: FB/Grunnskóli Húnaþings vestra
Fréttir | 18. apríl 2024 - kl. 06:05
Lið Grunnskóla Húnaþings vestra er komið í úrslit Skólahreysti en keppt var í Laugardagshöll og sýnt beint á RÚV. Liðið stóð sig frábærlega og sigraði riðilinn sinn. Úrslitakeppnin fer fram 25. maí næstkomandi. Lið Grunnskóla Húnaþings vestra skipa þau Friðrik Hrafn Hannesson, Saga Ísey Þorsteinsdóttir, Victor Þór Sigurbjörnsson, Nóa Sophia Ásgeirsdóttir, Indriði Rökkvi Ragnarsson og Victoría Elma Vignisdóttir.
Frá æfingunni í Krúttinu á Blönduósi. Mynd: FB/Lögreglan á Norðurlandi vestra
Frá æfingunni í Krúttinu á Blönduósi. Mynd: FB/Lögreglan á Norðurlandi vestra
Fréttir | 18. apríl 2024 - kl. 05:59
Viðbragðsaðilar á Norðurlandi vestra stefna á að halda hópslysaæfingu 11. maí næstkomandi. Hluti hópsins hittist á Blönduósi í fyrradag og æfðu viðbragð við flugslysi og rútuslysi, þar sem settar voru upp tvær borðæfingar. Æfingarnar eru undirbúningur fyrir stóru æfinguna í maí og er samvinna lykilinn að góðri útkomu, eins og segir á facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra. „Samhæft viðbragð skilar betri þjónustu til borgaranna.“
Þórdís Kolbrún og Sigríður á aðalfundinum. Mynd: xd.is
Þórdís Kolbrún og Sigríður á aðalfundinum. Mynd: xd.is
Fréttir | 17. apríl 2024 - kl. 06:10
Sigríður Ỏlafsdóttir úr Húnaþingi vestra var endurkjörin formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi en ráðið hélt aðalfund sinn á Laugum í Sælingsdal um síðustu helgi. Á fundinum var samþykkt stjórnmálaályktun þar sem meðal annars er komið inn á að atvinnufrelsi og eignarréttur sé órjúfanlegur hluti frjáls samfélags og forsenda þess að hægt sé að tryggja jöfn tækifæri í landinu.
Hólmfríður, rektor við Háskólann á Hólum tekur við viðurkenningunni frá Katrínu, framkvæmdastjóra SSNV.
Hólmfríður, rektor við Háskólann á Hólum tekur við viðurkenningunni frá Katrínu, framkvæmdastjóra SSNV.
Fréttir | 16. apríl 2024 - kl. 14:48
Tilkynning frá Háskólanum á Hólum
Háskólinn á Hólum hlýtur Byggðagleraugu Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra fyrir framsækið og metnaðarfullt starf. Námið við háskólann er sértækt að því leyti að það byggir á traustum grunni fyrir mikilvægar framtíðar atvinnugreinar í samfélaginu þar á meðal íslenska hestinn, ferðaþjónustu í dreifbýli og fiskeldi, en skólinn hefur dregið til sín nemendur víðsvegar að úr heiminum. Í Háskólanum á Hólum er öflugt háskólastarf sem er í stöðugum vexti og nýsköpun.
Frá Skagaströnd
Frá Skagaströnd
Fréttir | 16. apríl 2024 - kl. 05:32
Sveitarfélagið Skagaströnd heldur íbúafund í Fellsborg miðvikudaginn 17. apríl klukkan 17:00. Á dagskrá eru fjölmörg mál eins og staðan á hafnarframkvæmdum, breyting á námsstofu, sorpmál, vinnuskóli, gjaldskrár og kjarasamningar.
Sr. Sigríður Gunnarsdóttir. Mynd: kirkjan.is
Sr. Sigríður Gunnarsdóttir. Mynd: kirkjan.is
Fréttir | 16. apríl 2024 - kl. 05:27
Sr. Sigríður Gunnarsdóttir sóknarprestur í Skagafjarðarprestakalli hefur verið skipuð prófastur í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi. Hún tekur við af sr. Döllu Þórðardóttur á Miklabæ, sem lét af störfum 1. desember síðastliðinn. Frá þeim tíma hefur sr. Gísli Gunnarsson vígslubiskup á Hólum gegnt prófstsstörfum.
Frá Hvammstanga
Frá Hvammstanga
Tilkynningar | 16. apríl 2024 - kl. 05:17
Frá Félagi eldri borgara í Húnaþingi vestra
Aðalfundur Félags eldri borgara í Húnaþingi vestra verður haldinn miðvikudaginn 17. apríl 2024 klukkan 14:00 í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, skýrsla og tillögur ferðanefndar og margt fleira. Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri verður gestur fundarins. Kaffiveitingar að hætti kaffinefndar. Nýir félagar ávallt velkomnir.
Tilkynningar | 16. apríl 2024 - kl. 05:13
Frá stjórn
Aðalfundur Hollvinasamtaka heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi verður haldinn í fundarsal HSB föstudaginn 26. apríl næstkomandi klukkan 16.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Fréttir | 15. apríl 2024 - kl. 09:43
Knattspyrnulið Kormáks Hvatar mætti í Fífuna í Kópavogi í gær og spilaði gegn Augnabliki í 2. umferð Mjólkurbikarsins. Leikurinn fór fjörlega af stað og vel fyrir gestina því Papa Diounkou Tecagne skoraði fyrsta mark leiksins á 9. mínútu. Heimamenn voru ekki lengi að svara með marki á 13. mínútu og öðru marki á 31. mínútu. Staðan í hálfleik 2-1 fyrir Augnablik. Í seinni hálfleik voru skoruð fjögur mörk, þrjú af heimamönnum og einn af gestunum, en það gerði Kristinn Bjarni Andrason. Leikurinn endaði því 5-2 fyrir Augnablik.
Kórinn á Blönduósi 1939
Kórinn á Blönduósi 1939
Pistlar | 14. apríl 2024 - kl. 17:16
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
Úr dagbók Jónasar Tryggvasonar í Finnstungu fyrir 79 árum: Sun. 8. apríl 1945: Bar lítið til tíðinda. Skagfirska skáldkonan Ỏlína Jónasdóttir er sextug í dag. Vísur hennar eru löngu landfleygar og á hvers manns vörum, þess er yndi hefur af snilld fagurrar stöku. Ég hef ekki, svo ég muni til, heyrt vísu eftir Ỏlínu, sem ekki hafi verið vel gerð, en meiri eða minni snilldarbragur er á þeim flestum ...
Pistlar | 13. apríl 2024 - kl. 16:15
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
Þegar við hugsum um leiðir til að bæta heilsu samfélagsins þá hugsum við ekki alltaf um aðgengi að listum. En þegar við hugsum um það þá eru listir ein tegund tilfinningatjáningar. Hvort sem það er hamingja eða örvænting þá er það nauðsynlegt að hafa útrás til að nálgast tilfinningar á heilbrigðan og öruggan hátt. Samfélög sem styðja við listir, koma saman til að skapa list saman, hafa sýnt sig að vera tengdari
Frá ársþinginu. Mynd: ssnv.is
Frá ársþinginu. Mynd: ssnv.is
Fréttir | 13. apríl 2024 - kl. 10:27
Þrítugasta og annað ársþing Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra var haldið á fimmtudaginn í Félagsheimilinu á Blönduósi og heppnaðist vel, að því er segir á vef samtakanna. Góð mæting var á þingið en á meðal gesta voru kjörnir fulltrúar á Norðurlandi vestra og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fjölbreytt og áhugaverð erindi voru flutt og ný samgöngu- og innviðaáætlun kynnt. Fram kemur á vef SSNV að frekari upplýsinga er að vænta um það sem fram fór á þinginu.
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið