Frá æfingu í vikunni.
Frá æfingu í vikunni.
Fréttir | 25. janúar 2020 - kl. 07:31
Blöndublótið undirbúið
Æfingar á skemmtiatriðum í fullum gangi

Skemmtilega nefndin, sú sem sér um skemmtiatriðin á þorrablóti Blönduósingar, er á fullu gasi í undirbúningnum. Forvitnilegt verður að sjá hverjir verða þess heiðurs aðnjótandi að verða teknir fyrir í annál ársins 2019. Eitt er víst að annállinn verður bráðskemmtilegur og fjörugur og ýmislegt mun koma á óvart. Eins og allir Blönduósingar vita verður Blöndublótið haldið eftir viku eða laugardaginn 1. febrúar í Félagsheimilinu á Blönduósi.

Húsið opnar klukkan 19:30 og borðhald hefst stundvíslega hálftíma síðar. Veitingar eru í höndum Hafa gaman og hljómsveitin SWIZZ sér um undirspil í fjöldasöng ásamt því að halda uppi fjöri fram á rauða nótt.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga