Mynd: skagastrond.is/Ljósmyndasafn Skagastrandar
Mynd: skagastrond.is/Ljósmyndasafn Skagastrandar
Fréttir | 26. febrúar 2024 - kl. 16:41
Skákmót Skagastrandar 2024

Einkahlutafélagið H-59 á Skagaströnd hefur í hyggju að standa árlega fyrir skákmóti sem kallast Skákmót Skagastrandar. Þrenn verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin og sá aðili sem verður efstur á hverju ári fær titilinn Skákmeistari Skagastrandar. „Um langt árabil fyrir nokkuð löngu síðan voru svona mót haldin árlega og nú viljum við reyna að taka upp þráðinn á nýjan leik,“ segir á vef Skagastrandar.

„Þau 15 ára og eldri sem hafa áhuga á að koma og tefla sér til ánægju á Skákmóti Skagastrandar 2024 hafi samband við Lárus Ægir í síma 864 7444 fyrir 1. mars 2024. Tímasetning móts fer eftir áhuga og verður auglýst síðar. Mótið er opið öllum.“

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga